Vöruverð ætti að LÆKKA

Krónan hefur styrkst gagnvart dollar, evru og enn meira gagnvart japönsku jeni. Þar af leiðir ætti innflutt vara að lækka í verði.

Samtök atvinnulífsins verða að gera betur en að biðja fyrirtæki að halda aftur af hækkunum. Samtökin eiga vitanlega að knýja á um að innflytjendur lækki vöruverð sem nemur styrkingu krónunnar.

Samtök atvinnulífsins bera siðferðilega ábyrgð á nýgerðum kjarasamningum og geta ekki tekið félagsmenn sína neinum vettlingatökum sem ætla að maka krókinn í skjóli kjarasamninga sem ætlað er að halda aftur af verðbólgu.


mbl.is Gæti hófs í verðhækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

áLAGNING Á INNFLUTTA VÖRU ER UM 200%

  Þeir sem berjast með hnúum og hnefum fyrir innflutningi eru ekki að hugsa um hag almennings- þeir kaupa úrkast og afskrifaðar vörur sem þeir okra á ofan í  Islenska kaupendur !

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.1.2014 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband