Miðvikudagur, 8. janúar 2014
Sterk króna veikir Samfylkinguna
Samfylkingin gerir út á þá pólitík að krónan sé ónýt. Haustið 2012, þegar Samfylkingin fór með fjármálaráðuneytið, lét Katrín Júlíusdóttir hafa það eftir sér að krónan væri ónýtur gjaldmiðill.
Æ fleiri átta sig á því að án sjálfstæðs gjaldmiðils væri Ísland enn í kreppu með um 15 prósent atvinnuleysi og vafasamar framtíðarhorfur, líkt og Írland.
Krónan er framtíðargjaldmiðill Íslendinga. Verkefnið er að stýra ríkisfjármálum þannig að krónan verði ekki fyrir tjóni af mannavöldum heldur að hún nýtist til sveiflujöfnunar íslenska hagkerfisins.
Samfylkingin mun á hinn bóginn gera allt til að grafa undan tiltrú á krónunni og hagkerfinu.
Sterk króna í upphafi árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.