Friðrik Már fattar ekki völd Baugs á tímum útrásar

Hagfræðingurinn Friðrik Már Baldursson segir að ríkisvaldið hefði átti að grípa fyrr í taumana þegar bankarnir komust á heljarþröm 2007 og 2008. Eftirfarandi er haft eftir hagfræðingnum

Hann segir það ekki hafa verið hlutverk Seðlabankans að vera í aðalhlutverki í slíku verkefni, en ef Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hefðu starfað saman hefði mátt fá svipaða niðurstöðu og fékkst með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið. Þannig hefði t.d. komið upp mynd af kerfislægri áhættu tengdri Baugi, sem Friðrik segir hafa verið orðna ótrúlega mikla.

Baugur, með dyggri aðstoð Samfylkingar og VG, braut á bak aftur ríkisvaldið árið 2004 þegar fyrirtækjasamsteypan kom í veg fyrir að ríkisstjórn og meirihluti alþingis settu lög sem takmörkuðu drottnunarvald Baugs á fjölmiðlamarkaði.

Ríkisvaldið og stofnanir þess voru undir hælnum á þeim auðmönnum sem stjórnuðu landinu á tíma útrásar. Hópurinn í kringum Baug var ósvífnastur og keypti t.d. Samfylkinguna með styrkveitingum á nokkrum kennitölum. Stjórnmálamenn, þó með heiðarlegum undantekningum, stóðu flestir og sátu eins og auðmenn vildu. Undirstofnanir ráðuneyta sögðu ekki múkk þótt lög og reglur væru brotnar af athafnaskáldum útrásarinnar, samanber ólöglegu gjaldeyrislánin.

Í klappliði útrásarauðmanna voru fjölmiðlar, lögfræðingar, endurskoðendur, listamenn og akademían eins og hún lagði sig. Í þessu andrúmslofti þorðu fáir að andæfa yfirgangi útrásarliðsins.

Greining sem ekki tekur mið af ógnarstöðu auðmanna á þessum tíma er einfaldlega ekki marktæk. 


mbl.is Íslensku bankarnir íhaldssamir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð greining. Það er greinilega farið að fenna í minni Friðriks Más. Hver var aftur afstaða FMB til þessara mála a þessum tíma sem hann er að fjalla um í þessari ræðu? Þegar bankarnir keyptu starfsmenn FME strax og þeir voru búnir að na tökum a vinnubrögðum Stofnunarinnar. Minnist ekki sérstakra varnarorða frá honum þá.

Ragnhildur Kolka, 8.1.2014 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband