ESB-þröskuldur Samfylkingar

Gangi það fram, sem allar líkur eru á, að ríkisstjórnin afturkallar formlega ESB-umsóknina frá 2009 er Samfylkingin komin í vonlausa pólitíska stöðu.

ESB-umsóknin er eina pólitík Samfylkingar síðustu árin. Eftir afturköllun stendur flokkurinn frammi fyrir þeirri staðreynd að vera eini stjórnmálaflokkur landsins sem boðar ESB-aðild. Einangrun flokksins í ESB-málinu mun grafa undan trúverðugleika hans og takmarka sóknarfæri.

Samfylkingin, með ESB-aðild á stefnuskrá sinni, er háð því að aðrir flokkar segist tilbúnir að styðja sérmál Samfylkingar. Án slíks stuðnings er 12,9 prósent flokkurinn dæmdur til að hokra á jaðri stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð.

Hvaða flokkur ætti annars að sjá aumur á Samfylkingu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband