Strúktúr-Hitler og Ásetnings-Hitler

Ný bók um Hitler í fyrri heimsstyrjöld kemur út í Þýskalandi næstu daga. Af því tilefni rifjar Die Welt upp tvær meginútgáfur af Austurríkismanninum sem varð mest hataði Þjóðverji allra tíma.

Strúktúrútgáfan af Hitler er að hann hafi verið afurð þýskrar sögu og einhver útgáfa af honum hlyti að hafa orðið til eftir tap Þjóðverja í fyrra stríði og Versalasamningunum sem kenndu þýskum um dauða tíu milljóna ungra manna.

Ásetnings-Hitler er á hinn bóginn sérútgáfa af manni sem búinn var sérstökum hæfileikum til áróðurs, stjórnkænsku en þó fyrst og fremst til illsku.

Þá er að velja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Án þess að ég ætli að taka upp vörn fyrir Hitler, nema síður sé, þá hefur það alltaf verið vani sigurvegara í stríði að gera þá sem töpuðu ábyrga fyrir stríðinu og afleiðingum þess.

Fáum blandast hugur um að Versalasamningurinn og grimmúðlegir afarkostir hans gagnvart Þjóðverjum hafi beinlínis skapað jarðveginn fyrir Hitler og Nazistana.

Margir sagnfræðingar hafa því viljað meina að raunverulegur upphafsdagur seinni heimstyrjaldar hafi ekki verið 1. september 1939, heldur dagurinn  sem Versalasamningurinn var undirritaður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2014 kl. 12:23

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það vantar nú að minnast á eitt aðalatriði þarna. Þetta var þannig, í mjög stuttu máli, að á 19. öld byrjar þessi hugmyndarfræði um ,,þjóð" að ná verulegri fótfestu. Þjóðir og ættbálkar áttu að mynda heild og voru sérstökum eiginleikum búnar. Þessi hugmyndafræði varð smá saman gríðar útbreidd og óx verulega ásmegin í upphafi 20. aldar.

Eg stórefast um að margir hafi hugsað alveg til enda og kynnt sér af heimildum hvað þetta þýðir og hvað fylgir á eftir eða með. Eg hef nefnilega gert það. Kynnt mér þjóðrembingseffektana.

Þetta þýðir m.a. að sumar þjóðir og ættbálkar eða ættkvíslir eru þá merkilegri en aðrar - að áliti þjóðrembingshugmyndafræðinganna.

Nasistar spiluðu einfaldlega útfrá þeirri hugmynd að germanski ættbálkurinn væri frábærasti ættbálku jarðr og hefði meiri rétt en aðrirog bæri skylda til að nota þann rétt sinn til framþróunar mannkyns.

Þessu fylgdi náttúrulega að vaða bæri yfir alla aðra. Og ekki aðeins að vaða yfir aðrar þjóðir og ættkvíslir - heldur líka þá sem áttu undir högg að sækja innan samfélags svo sem fatlaða.

Íslendingar voru mjög svo inná þessari hugmyndafræði á sínum tíma. Það er eins og menn skammist sín fyrir þetta núna og þetta liggur í þagnargildi. Þekktustu vísinda og lærdómsmenn íslands í upphafi 20. aldar voru á því að íslendingar væru í raun frábærasti stofn innan germanska stofnsins o.þ.a.l. frábærastir í heimi genatískt. Þeir vildu hefja mannkynbætur! Halló. Mannkynbætur. Það þýddi þá bara að lóga yrði aumingjunum svo elítan gæti orðið enn frábærari.

Sjá má greinilega enn í dag hve þessi hugmyndafræði er rík hjá sumum eldri íslendingum og að maður minnist ekki á þjóðrembingsbullukollana svo sem heimsýnarmenn og framsóknarmenn( Sem eru nú nánast það sama að vísu. Framsjallar.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2014 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband