Karlagrobb og konupólitík

Ættmóðir nýja vinstrisins og samræðustjórnmála, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði í Kastljósi í gær að íslensk stjórnmál einkenndust af körlum sem grobbuðu sig hvernig þeir sneru hvern annan niður. Á Ingibjörgu Sólrúnu mátti skilja að meðal karla ríkti samstaða um að svona ætti að stunda stjórnmál.

Ef við gefum okkur, orðræðunnar vegna, að greining Ingibjargar Sólrúnar sé rétt hvernig lítur konupólitík þá út?

Konur eru víða komnar til áhrifa í stjórnmálum og ábyggilega eru þær nægilega margar til að hægt sé að draga ályktun um hvers konar pólitík þær reka. Vel að merkja, ef það er til eitthvað sem heitir konupólitík er sker sig skýrt og ákveðið frá karlastjórnmálum.

En það er einfaldlega ekki líklegt að reynslurök sýni fram á að konur stundi stjórnmál í grundvallaratriðum á annan hátt en karlar. Var Jóhanna Sig. konupólitíkus? Er Hanna Birna kvenlægur stjórnmálamaður? Eru pólitísk sjónarmið Vigdísar Hauksdóttur eitthvað kvenkyns?

Nei, stjórnmálagreining á grunni kynferðis er úrelt fyrirbrigði, rétt eins og nýja vinstrið og samræðustjórnmálin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband