Pólitík og saga

Fyrir hálfri öld reið hneykslunaralda yfir bresku sagnfræðistéttina og náði inn í fjölmiðlaumræðu. Tilefnið var útgáfa á riti AJP Taylor um ástæður seinni heimsstyrjaldar. Bókin ræddi Hitler í samhengi við þýsk og evrópsk stjórnmál en ekki eins og hann væri afbrigðilegt illþýði hvers pólitík væri betur skýrð með sálfræði en sagnfræði.

Í síðustu viku skrifaði menntamálaráðherra Breta dagblaðsgrein um ástæður fyrri heimsstyrjaldar, en aldarafmæli upphafs hennar er í ár. Ráðherrann hundskammar vinstrimenn í fjölmiðlum og háskólum er hafna þeirri söguskýringu að Þjóðverjar séu aðalsökudólgurinn í fyrra stríði. Borgarstjóri Lundúna heggur í sama knérunn, eins og segir á Evrópuvaktinni.

Í RÚV-sjónvarpsfréttum í kvöld var bútur úr viðtali við Jón Þ. Þór sagnfræðing þar sem hann sagði Íslendinga heppna með Dani sem yfirvald enda skorti þá hörku nýlendustórveldis. Jón Þ. segir danska valdið hátíð hjá því enska er gekk fram af grimmd gagnvart Írum. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur telur harmleik að Ísland gekk ekki undir Þjóðverja á sínum tíma og finnur danska yfirvaldinu allt til foráttu. Ef Ísland hefði orðið þýsk nýlenda á 19. öld eða fyrr eru líkur á að landið hefði orðið bitbein stórveldanna allar götur síðan.

Lærdómur: sagan er pólitískt eldfim og staðleysusaga, jafn áhugaverð og hún er, leiðir til niðurstöðu sem ekki var fyrirséð.  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Barður þræll er mikill maður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.1.2014 kl. 23:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar áttu við Bárð þræl,? Nei ég veit þú ætlaðir að segja barinn þræll!! Jón Þór og Guðmundur Andri velta sér upp úr samanburði á stórþjóðum í hörku við nýlendur sínar,en eru á sama tíma að myndast við að gera eitt þjóðríki úr skaranum,sósíalkratiskt ESB.,Lifsskoðun jafnaðarmanna.-- Pólitík sem slík vegur ekki þungt þegar sadistisk-illþýði komast til valda. Öld er frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar,en þá seinni man ég og fagnaði með allflestum Íslendingum að Þjóðverjar hertóku ekki landið,með brljálæðinginn við stjórn herveldisins.Er vel minnug árásar þýskrar herflugvélar á fraktskipið Súðina fyrir Norðurlandi 16.júní 1943. Þeir létu kúlunum rigna yfir skipið,auk þess að henda sprengjum á það,þar féllu minnir mig 4 og nokkrir slösuðust. Breskir togarar frá Hull komu til hjálpar og fluttu látna og særða til Húsavíkur. Við klínum einkennum á þjóðir, Skotar nískir,Danir fyndnir,hvað býr í þessum löndum í Evrópu-meginlandinu, Herskáir. það líður nú ekki mannsaldur að þeir grípi ekki til vopna og brytji hverjir aðra niður. Það fer ekki mikið fyrir samstöðu þjóðar,eins og gömlu Júgóslavíu,þar vega trúarbrögð þyngra. Guð leiði íslenska þjóð.

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2014 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband