Mánudagur, 6. janúar 2014
Vinstrimenn og Vidkun Quisling
Vinstrimenn aldir upp í köldu stríði og í sambandi við söguna, bókmenntasöguna í það minnsta, virðast telja suma útlendinga góða og aðra vonda. Íslendingar ættu að velja sér geðuga útlendinga til að beygja sig undir, eru skilaboðin frá álitshöfum á vinstri vængnum.
Guðmundur Andri Thorsson leggur út af guðsspjallinu um góðu útlendingana og vondu í texta sem styðst við Íslandsklukku Halldórs Laxness. Guðmundur Andri skrifar
Tilboð Hamborgarkaupmannsins um að koma fram við Íslendinga eins og menn, af virðingu og sanngirni, finnst Arnasi tortryggilegt. Hann vill heldur að Íslendingar séu undir stjórn manna sem arðræna þá, fyrirlíta þá og koma viðurstyggilega fram við þá því að slíkur óvinur sé smáþjóð auðveldari viðfangs en hinn sem kemur með gýligjafir á borð við maðkalaust korn til okkar er líklegri til að brjóta undir sig landið og eyða þeirri þjóð sem fyrir í landinu er.
Danir vildu gera kaup við Þjóðverja á sínum tíma, fá dönskumælandi Þjóðverja syðst á Jótlandsskaga inn í danska ríkið en láta Þjóðverja fá Ísland í staðinn. Guðmundur Andri telur Íslendinga betur komna undir Þjóðverjum en Dönum, sem fyrirlitu okkur og seldu okkur makað mjöl, en þeir þýsku bæði örlátir og geðslegir.
Nú vill svo til að Norðmenn, frændur okkar og vinir, reyndu þýskt forræði í nokkur ár laust fyrir miðja síðustu öld. Sambýlið kallaði á sérstaka tegund af fólki til að fara með norsk mál undir þýsku yfirvaldi. Samnefnari þess hóps heitir Vidkun Quisling.
Vinstrimenn telja Quisling merkari einstakling en þá íslensku bjálfa, skáldaða og sanna, sem sögðu forræði íslenskra mála betur komið í höndum Íslendinga sjálfra en útlendinga - hvort heldur góðmenna eða illmenna.
Athugasemdir
Var kaupmaðurinn frá Hamborg í Íslandsklukkunni nasisti?
Eða ert þú einn þeirra sem finnst sjálfsagt og eðlilegt að uppnefna alla Þjóðverja sannsögulega sem uppskáldaða nasista?
Skeggi Skaftason, 6.1.2014 kl. 15:24
Eg mundi nú segja að hægri menn svokallaðir flokkuðu útlendinga einmitt í góða og slæma. Kínverjar eru td. góðir samkvæt hægri-mönnum. Endilega alveg hreint vilja þeir ganga í Kína eða til vara í Rússland. Alveg endilega. Á sínum tima hafa hægri-menn án efa viljað ganga í Nasistalandið. Enda störfuðu hægri-menn mikið með nasistum sem kunnugt er og m.a. á Íslandi. Það er mikið feimnismál að tala um þetta núa en staðreyndin er að hægri-menn á Íslandi voru heilt yfir stórlega hliðhollir nasisum og hefðu án efa haldið fagnaðarhátíð ef þeir hefðu komið hingað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.1.2014 kl. 15:44
Ég hef nokkrar áhyggjur af ungviðinu sem kennarinn uppfræðir.
Ágúst Marinósson, 6.1.2014 kl. 17:20
Einkunn fyrir þennan pistil: F.
Umsögn: Páll, þú getur gert miklu betur en þetta.
Wilhelm Emilsson, 6.1.2014 kl. 18:02
Ómar Bjarki, vilja hægri menn í dag ganga í Kína eða Rússland?! Hvaða hægri menn eru þetta, með leyfi?!
Þorgeir Ragnarsson, 7.1.2014 kl. 14:32
Við verðum að hafa það í huga að það var ekki Norðmanna VAL að lúta yfirráðum Hitlers, segjum hlutina eina og þeir voru. Þriðja ríkið réðist jú inn í landið og þurfti auðvitað að fá viljuga samstarfsmenn. Annað væri jú asnaskapur. Og ekki voru örlög Quislings skemmtileg.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 7.1.2014 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.