Sunnudagur, 5. janúar 2014
Jón Gnarr sem mælikvarði á hrunið
Ef ekki væri fyrir hrunið myndi Jón Gnarr aldrei hafa náð þeim pólitíska árangri að verða borgarstjóri Reykjavíkur.
Og sé stjórnmálamaðurinn og hugsuðurinn Jón Gnarr hafður til marks um áhrif hrunsins á þjóðarsálina þá verður ekki annað sagt en Reykjavíkurþjóðinni hafi legið við sturlun.
Áramótaávarp Jóns Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón Gnarr er greinilega sammála mér um að Jesú-boðskapurinn um kærleikann hafi verið góður.
Einhverra hluta vegna eru svona kærleiksboðberar ekki vinsælir. Hvorki fyrr á öldum né í dag. Ég skil ekki hvers vegna kærleiksboðberar eru óvinsælir.
Hvað óttast þeir, sem hræðast kærleiksboðskapinn?
Kári erfðargreindi veit kannski eitthvað um þetta samgöngu-vandamál heilahvelanna og heiladingulsins, hjá okkur gölluðu mannfólkinu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2014 kl. 22:38
þESSI BOÐSKAPUR ER BÚINN AÐ SETJA GÖTUR Í HERKVÍ- KOSTAR MILJÓNIR- UR VASA ALMENNINGS-KOSTNAÐUR VIÐ ALLANN REKSTUR HÆKKAÐ UM HELMMING OG ENGINN VEIT HVERNIG Á AÐ BJARGA ÞESSUM MÁLUM ----- ER ÞETTA KÆRLEIKUR !!!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 5.1.2014 kl. 23:24
Vel mælt hjá þér, Páll.
En full greining á vanvitahættinum í þessari samsuðu Gnarrs er auðvitað þvílíkt verkefni, að flesta óar við því. Umfram allt er þetta þó sjokk fyrir fólk að uppgötva háð hans (jafnbillegt og það er gróft) og illmælgi hans og freklegar móðganir við trú kristinna manna -- og að átta sig á því, að þessa trúðsmennsku valdi stór hluti Reykvíkinga 2009, og Samfylkingarmenn bættu svo gráu ofan á svart með því að gera ruglarann að borgarstjóra!
Páll aftur: "Og sé stjórnmálamaðurinn og hugsuðurinn Jón Gnarr hafður til marks um áhrif hrunsins á þjóðarsálina þá verður ekki annað sagt en Reykjavíkurþjóðinni hafi legið við sturlun."
Jón Valur Jensson, 6.1.2014 kl. 04:46
Gott ávarp hjá Jóni. En merkilegast þykir mér hvað menn eru móðgunargjarnir fyrir hönd yfirboðara síns. EF guðinn ykkar er til ætti hann að vera fullfær um að annaðhvort svara fyrir sig sjálfur eða sína vandlætingu sína með einhverjum hætti. Á meðan ALLIR eru neyddir til að halda kristinni ríkiskirkju uppi á Íslandi hafa allir fullan rétt á að tala um þessi hindurvitni, sem hún boðar, eins og þeim sýnist. Móðgunargirni fárra vegur lítið gegn tjáningarfrelsinu.
Reputo, 6.1.2014 kl. 23:42
1. Það er engin ríkiskirkja á Íslandi.
2. Enginn er neyddur til að vera í Þjóðkirkjunni & greiða þangað sóknargjöld.
3. Allt að 30% af sóknargjöldum trúfélaga hefur þó ríkið rænt síðustu ár.
4. Þótt skattgreiðendur borgi laun Þjóðkirkjupresta, eru það kaup kaups fyrir jarðir sem ríkið hefur nýlega fengið til eignar.
5. Reputo þessi hefur engin rök fyrir tali sínu hér um "hindurvitni".
6. Reputo virðist annaðhvort ætlast til þess (a) að Guð geri kraftaverk, sem sýni öllum, að menn (t.d. Jón Gnarr) eigi ekki að guðlasta og vogi sér það ekki, ellegar (b) kallar Reputo eftir hefnd Guðs eða öllu heldur réttlátum dómi hans. En ef hann á við það fyrrnefnda, þá myndi það stefna gegn þeirri ráðsályktun Guðs að gefa okkur frelsi til að taka ákvörðun um trú eða þiggja boð hans um trú; það frelsi væri ekki til staðar, ef allir sæju bersýnilega, fyrir allra augum, kraftaverk Guðs. Kristur hafnaði því að gera slík kraftaverk og sagði dæmisöguna af fátæka manninum Lazarusi og ríka manninum, sem lenti í Helju og ákallaði Abraham að senda Lazarus a.m.k. til fimm bræðra þess ríka til að "bera vitni fyrir þeim, svo að þeir komi ekki líka í þennan kvalastað. En Abraham segir: Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim!" Hinn ríki hélt enn, að ef einhver frá hinum dauðu kæmi til bræðranna, myndu þeir gera iðrun. En Abraham svaraði: "Ef þeir hlýðnast ekki Móse og spámönnunum, munu þeir ekki heldur láta sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum" (Lúk.16).
Jón Valur Jensson, 7.1.2014 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.