Sunnudagur, 5. janúar 2014
Eimskip, óskabarniđ og sagan
Landnámsmenn Íslands sigldu á eigin skipum vestur um haf á níundu og tíundu öld. Samkvćmt bestu heimildum, frásögnum og fornleifum, bjuggu Íslendingar vel á fyrstu öldum byggđar í landinu. Húsakostur var meiri og betri en síđar og samgöngur viđ útlönd, međ tilheyrandi verslun, voru tíđari og tryggari.
Frá Íslandi varđ til byggđ norrćnna manna á Grćnlandi og allar líkur eru á ađ íslenskir farmenn hafi fyrstir Evrópumanna stigiđ fćti á meginland Ameríku.
Á tólftu og ţrettándu öld breyttist afkoma Íslendinga til hins verra. Margt lagđist á eitt, s.s. veđurfar, innanlandsófriđur og ásćlni erlends konungsvalds. Íslendingar glötuđu skipakosti sínum og urđu háđir útlendingum um verslun, eins og sést af Gamla sáttmála.
Eimskipafélag Íslands var stofnađ fyrir 100 árum í miđri sjálfstćđisbaráttunni. Enn voru viđ ekki orđin fullvalda en ţó komin međ heimastjórn. Eimskipafélagiđ var óskabarn ţjóđarinnar vegna ţess ađ međ eigin skipastól vorum viđ ekki lengur upp á ađra komin međ samgöngur viđ útlönd. Í huga aldamótakynslóđarinnar var íslenskt skipafélag handfastur veruleiki er vitnađi um sjálfstćđi ţjóđarinnar.
Eimskipafélagiđ er óskabarn ţjóđarinnar vegna sögunnar. Eignarhald á félaginu í dag og rekstur ţess breytir ekki sögulegum stađreyndum.
Óskabarn ţjóđarinnar 100 ára | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ţú ćttir Páll ađ kanna hvađ kennitölur svonefnds Eimskipafélags Íslands eru orđnar margar áđur en ţú dćlir út ţví sem ţú kallar "sögulegar stađreyndir".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2014 kl. 15:16
Kennitölur voru ekki til ţegar Eimskipafélagiđ var stofnađ, Axel Jóhann. Ţađ er söguleg stađreynd.
Páll Vilhjálmsson, 5.1.2014 kl. 15:46
Vel mćlt Páll Vilhjálmsson.
Jóhann Páll Símonarson, 5.1.2014 kl. 16:18
Hvađ kemur ţađ málinu viđ Páll?
Áđur en kennitölur voru teknar upp hafđi enginn, eins og gefur ađ skilja, kennitölu Páll, hvorki fyrirtćki eđa einstaklingar, ţá var notast viđ nafnnúmerakerfiđ fyrir bćđi einstaklinga sem fyrirtćki. Ţađ er söguleg stađreynd.
Viđ upptöku kennitölukerfisins var öllum úthlutađ kennitölu, bćđi einstaklingum og fyrirtćkjum eftir sömu reglu. Sem var fćđingardagur einstaklinga og stofndagur fyrirtćkja. Kennitölum var ţannig úthlutađ aftur í tímann. Allir halda sömu kennitölunni óbreyttri út lífiđ, bćđi einstaklingar og fyrirtćki. Ţađ er líka söguleg stađreynd.
Ţó kennitölur hafi ekki veriđ til ţegar Eimskipafélagiđ (ţađ elsta) var stofnađ 1914 Páll, ţá breytir ţađ ekki ţeirri sögulegu stađreynd ađ skipt hefur veriđ a.m.k. tvisvar um kennitölu svonefnds Eimskipafélags Íslands á síđustu árum.
Breytt kennitala á einhverjum rekstri (kennitöluflakk) táknar ađeins eitt, ađ nýtt félag, nýr lögađili, hefur tekiđ viđ rekstrinum. Nýja félagiđ (nýja kennitalan) telst ekki undir neinum kringumstćđum ţađ sama og hiđ gamla, hvorki í lagalegum eđa sögulegum skilningi, ţó eigendur séu ţeir sömu.
Ţví er ţađ fölsun í öllum skilningi, ekki hvađ síst sögulegum, ađ fullyrđa ađ núverandi Eimskipafélag Íslands sé sama félagiđ og stofnađ var í ársbyrjun 1914.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2014 kl. 16:51
Eimskipafélagiđ er sama félagiđ ţó ađ allir stofnendur félagsins, og ţeir skiptu ţúsundum, séu látnir. Ţá er Eimskipafélagiđ sama félagiđ ţótt eignarhaldiđ hafi breyst og/eđa reksturinn fćrst á ađra kennitölu.
Páll Vilhjálmsson, 5.1.2014 kl. 16:59
Ertu búinn ađ greina skattinum og fyrirtćkjaskrá frá ţessari opinberun Páll? Ţeir hafa ekki áttađ sig á ţessu sjálfir svo ţeir vćru vísir til ađ gauka ađ ţér smá sögubita.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2014 kl. 17:27
Ţú ćttir ađ kíkja á ţađ Páll hvort fullt samrćmi sé í túlkun ţinni á ţessari kennitölu brellu og fyrri skrifum ţínum um ţau mál.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2014 kl. 17:42
Axel Jóhann, fćrslan mín var um upphaf Eimskipafélagsins og hvers vegna ţađ fékk heitiđ óskabarn ţjóđarinnar. Ţú ert međ ađra nálgun, sem ekki byggir á atburđum fyrir 100 árum heldur seinni tíma eigendum.
Páll Vilhjálmsson, 5.1.2014 kl. 17:47
Páll Vilhjálmsson. Hárrétt hjá ţér.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 5.1.2014 kl. 18:03
Jćja, er ţetta orđiđ spurning um nálgun? Ţađ er nákvćmlega sama hvađa nálgun ţiđ félagarnir beitiđ fyrir ykkur, dómstólar landsins myndu aldrei taka til greina ţá kröfu ykkar ađ núverandi Eimskipafélag teljist sama félagiđ og stofnađ var 1914.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2014 kl. 19:07
Eitt af ákvćđum Gamla sáttmála sneri ađ ţví ađ Noregskonungur tryggđi skipasamgöngur viđ Ísland. Ţćr gátu landsmenn greinilega ekki lengur annast sjálfir svo viđunandi vćri, annars hefđi ţetta ákvćđi varla veriđ ţarna.
Ţess vegna var stofnun Eimskipafélagsins svo mikilvćgur liđur í sjálfstćđisbaráttunni, liđur í ţví ađ afmá ástand sem átti ţátt í ađ ţjóđin missti sjálfstćđi sitt.
Ómar Ragnarsson, 5.1.2014 kl. 21:20
Ţađ er nefnilega máliđ og vel mćlt hjá ţér Ómar Ragnarsson.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 5.1.2014 kl. 23:30
Jóhann Páll, ţađ sem Ómar segir er allt satt og rétt. En ţađ breytir ekki ţeirri stađreynd ađ núverandi Eimskipafélag er ekki sama félagiđ og var stofnađ 1914.
Fram kemur í gögnum fyrirtćkjaskrár ađ Eimskipafélag Íslands kt. 461202-3220 hafi veriđ afskráđ úr fyrirtćkjaskrá og félaginu slitiđ 09.05.2007 Afskráning/félagsslit).
Núverandi Eimskipafélag hefur kennitöluna 690409-0460 og er ţví stofnađ 29. apríl 2009 eđa tveim árum eftir ađ forvera ţess var formlega skitiđ. Ţađ félag hafđi hinsvegar kennitölu frá 06.12.2002. Lengra aftur ná ekki rafrćnar upplýsingar rsk.
Ţarna eru komnar a.m.k tvćr kennitölur í "líflínu" Eimskips auk upphaflegu kennitölu félagsins.
Ertu enn á ţví ađ hér sé um ađ rćđa eitt og sama félagiđ međ samfellda starfsemi frá 1914?
Núverandi Eimskipafélag getur ađeins fagnađ 5 ára afmćli á árinu. Ekkert breytir ţeirri stađreynd.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2014 kl. 00:34
Jóhann Páll hér er bein slóđ inn á upplýsingar um Eimskipafélagiđ hjá ríkisskattstjóra, ţú getur kannađ ţetta sjálfur.
http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit?nafn=eimskipaf%C3%A9lag+%C3%ADslands&heimili=&kt=&vsknr
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2014 kl. 00:38
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.