Óheilindi Þorsteins Pálssonar

Þorsteinn Pálsson talsmaður ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum var þeirrar skoðunar árið 2010 að ótækt væri að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. væri ekki heilsteypt í afstöðu sinni til að ganga í Evrópusambandið. Á fundi í Valhöll sagði Þorsteinn, skv. frásögn Morgunblaðsins

Hann sagðist ekki telja að hægt væri að ljúka samningaviðræðum nema að það lægi fyrir skýr þingmeirihluti  fyrir samningnum.

Þá segir einnig í fréttinni frá því í nóvember 2010

Þorsteinn Pálsson segist vera þeirrar skoðunar að utanríkisráðherra geti ekki skrifað undir samning við ESB um aðild nema að hann hafi fullvissu um að samningurinn njóti stuðnings ríkisstjórnarflokkanna. Hann segist hafa efasemdir um að núverandi ríkisstjórn geti lokið viðræðunum.

Í dag berst Þorsteinn fyrir því að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem báðir eru andvígir aðild að ESB, efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-umsóknarinnar sem Samfylkingin knúði í gegnum alþingi 2009.

Það liggur fyrir að afgerandi þingmeirihluti er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Engu að síður vill Þorsteinn Pálsson halda áfram aðlögunarferlinu inn i Evrópusambandið. Samkvæmt hans eigin greiningu er það ekki hægt nema án undangenginna þingskosninga.

Þorsteinn Pálsson er óheilindamaður í afstöðu sinni. Hann krefst þjóðaratkvæðagreiðslu sem felur í sér að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður að segja af sér. En Þorsteinn lætur eins og hann sé ekki að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar.

Hvers vegna gengur Þorsteinn Pálsson ekki í Samfylkinguna og berst fyrir ESB-sannfæringu sinni á réttum vettvangi en ekki undir fölsku flaggi í Sjálfstæðisflokknum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þorsteinn Pálsson virðir ekki vilja meirihlutans.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2014 kl. 10:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þetta ekki orðið þráhyggja hjá manninum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2014 kl. 12:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég las að þessu sinni “Kögunarpistil” kappans,sem lagði út frá áramótaræðum forseta og forsætisráðherra. Hér verður pistill hans ekki endursagður,en staldrað við þær aðfinnslur hans að tveir æðstu menn þjóðarinnar,skyldu ekki nefna ,,hina,, hliðina á þeim málum sem þeir gerðu að umtalsefni. Nefndi t.d. sigurinn í Icesavemálinu fyrir EFTA-dómstólnum. Ó!! Þeir gleymdu að þakka og skylja að smáríki hagnast á þátttöku í alþjóðasamstarfi. Hér verð ég að segja amen eftir efninu,elskuleg barnabörn að boða komu sína á leið sinni yfir hafið að forframast. .

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2014 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband