Laugardagur, 4. janúar 2014
Sáttin í samfélaginu - Platón og Ţorgeir
Umrćđan um sáttina í samfélaginu varđ nokkur eftir nýársávörp biskups og forseta. Sumir rćđa sáttina út frá forsendum vinnumarkađarins, t.d. Stefán Ólafsson en ađrir, svo sem ykkar einlćgur, í samhengi viđ stöđu Íslands í samfélagi ţjóđanna.
Sáttin í samfélaginu er vitanlega meira en samstađa á vinnumarkađi eđa í utanríkismálum. Altćk sátt er ţegar allir ţjóđfélagshópar una glađir viđ sitt. Uppskrift ađ slíkri sátt er ađ finna í fyrirmyndarríki Platóns.
Platónsk sátt í samfélaginu er ósamrýmanleg lýđrćđinu, sem gerir ráđ fyrir átökum um hugmyndir og hagsmuni.
Til önnur hugmynd um sátt, nokkru yngri en sú platónska. Ţorgeir Ljósvetningagođi útskýrđi ţessa samfélagshugmynd fyrir ţúsund árum
En ţá hóf hann tölu sína upp, er menn komu ţar, og sagđi, ađ honum ţótti ţá komiđ hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldi eigi hafa allir lög ein á landi hér, og taldi fyrir mönnum á marga vega, ađ ţađ skyldi eigi láta verđa, og sagđi, ađ ţađ mundi af ţví ósćtti verđa, er vísa von var, ađ ţćr barsmíđir gerđust á milli manna,er landiđ eyddist af.[...] En nú ţykir mér ţađ ráđ, kvađ hann, ađ vér látum og eigi ţá ráđa, er mest vilja í gegn gangast, og miđlum svo mál á milli ţeirra, ađ hvorir tveggju hafi nakkvađ síns máls, og höfum allir ein lög og einn siđ. Ţađ mun verđa satt, er vér slítum í sundur lögin, ađ vér munum slíta og friđinn.
Athugasemdir
"Forfađir minn Gunnar á Hlíđarenda var tólf álnir á hćđ og stökk hćđ sína aftur á bak og áfram í fullum herklćđum"
Ágúst Marinósson, 4.1.2014 kl. 17:06
Takk fyrir ţessa fćrslu, Páll. Orđ Ţorgeirs eru eitt af ţví besta í íslenskum ţjóđararfi: „Ţađ mun verđa satt, er vér slítum í sundur lögin, ađ vér munum slíta og friđinn."
Wilhelm Emilsson, 5.1.2014 kl. 00:22
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.