Pólitíska frumkvæðið er hjá ríkisstjórninni

Áramótaumræðan staðfestir að ríkisstjórnin heldur pólitíska frumkvæðinu sem hún náði í nóvember með kynningu á skuldaleiðréttingum. Stjórnarandstaðan segir ekkert af sjálfsdáðum heldur bregst hún við orðum forystumanna ríkisstjórnarinnar.

Með öflugum stuðningi forseta Íslands er búið að kaffæra ESB-sinna. Hjákátleg tilraun Fréttablaðsins og Þorsteins Pálssonar að segja það fullveldismál að landsmenn fái að greiða atkvæði um að halda áfram með ESB-umsókn Samfylkingar undirstrikar hve illa er komið fyrir þeim. ESB-sinnar eru líka farnir að gera kaldhæðið grín að sjálfum sér.

Ríkisstjórnin þarf að afturkalla formlega, með samþykkt á alþingi, ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009. Þá, en ekki fyrr, verður ríkisstjórnin komin með fast land undir fætur og getur unnið úr sterkri stöðu. Á meðan ESB-umsóknin er dinglandi í lausu lofti er sterkur fyrirvara í þjóðfélaginu við ríkisstjórnina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband