Finnlandsvæðing Úkraínu og hagsmunir Íslands

Úkraína stendur á pólitískum flekaskilum milli Evrópusambandsins og Evrasíusambandsins, sem Pútín Rússlandsforseti ætlar að búa til að endurbyggja áhrifasvæði Rússa eftir hrun Sovétríkjanna. Pútín keypti Úkraínu til fylgis við sig og Evrópusambandið stóð eins og illa gerður hlutur, segir Joschka Fischer fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands.

Franski prófessorinn Dominique Moisi segir finnlandsvæðingu Úkraínu yfirvofandi. Finnlandsvæðing vísar til að smáríki situr og stendur eins og voldugur nágranni býður. Á tímum Sovétríkjanna var Finnland finnlandsvætt.

Bæði Fischer og Moisi gera ráð fyrir valdastreitu á milli Evrópusambandsins og æ öflugra Rússlands. Moisi ber Rússland saman við fyrri stórveldi Evrópu, Frakkland frá 17. öld og fram fyrir Napoleónsstríðin og Þýskaland um 1900 sem voru of stór fyrir nágranna sína en ekki nógu öflug að eigin mati. Napoleón og Hitler voru beinar afleiðingar af pólitískri þróun sem stóð yfir í langan tíma.

Rússar eru auk þess að vera sterkt ríki á austurlandamærum Evrópu öflugur aðili á norðurslóðum. Ísland á bein samskipti við Rússland vegna deilistofna. Hagsmunir Íslands og Rússlands eru einnig á sviði skipaumferðar og eftirlits með siglingaleiðum norður af landinu.

Það væri algerlega andstætt hagsmunum Íslands að Evrópusambandið kæmi fram fyrir okkar hönd í samskiptum við Rússland. Evrópusambandið hlyti alltaf að meta hagsmuni 300 þúsund Íslendinga í samhengi við hagsmuni yfir 400 milljón íbúa meginlands Evrópu. Séríslenskir hagsmundir myndu ávallt víkja í þeim samanburði.

Meginland Evrópu er uppspretta ófriðar og vandræða síðustu aldir, þar af tveggja heimsstyrjalda á síðustu öld. Það þjónar ekki íslenskum hagsmunum að leggja okkar mál til umræðu og ákvarðanatöku á borð þar sem stórveldi sitja og þrátta um sína hagsmuni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Grein Joschka Fischer, fv. utanríkisráðherra Þýzkalands, í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er mjög athyglisverð, þótt ég taki nú ekki undir margt hjá honum. En ekki hlífir hann Evrópusambandinu, vill að það gangi enn harðar fram í landvinningastefnunni. Týpískt fyrir þessa gömlu sósíalista sem misstu drauminn um fyrirheitnu marxistaútópíuna (Daniel Cohn-Bendit er annar, Barroso þriðji, og þau eru fleiri þarna í Brussel!), en hallast enn að stórtækum heildarlausnum, og þá vilja þeir keyra sem harðast fram, jafnvel gegn risalandi eins og Úkraínu. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu.

Jón Valur Jensson, 4.1.2014 kl. 05:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Grein J. Fischers nefnist Afleikur Evrópu [sic!] í Úkraínu.

Jón Valur Jensson, 4.1.2014 kl. 05:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Valdatreitan er að magnast í meginlandi Evrópu og veit ekki á gott. Það jafnast á við hersetu seinni heimsstyrjaldarinnar,þegar lönd innlimast í Esb.,þótt allt öðrum vopnum sé beitt. Íslendingar verður það land (vonandi Færeyjar einnig) ,sem sleppur við þann voða,vegna yfirburða samstöðu,eftir að fámennur stjórnmálaflokkur leyfði sér að þvinga umsókn að þjóðinni forspurðri. Vitna í ummæli Páls að meginland Evrópu hefur verið uppspretta ófriðar og vandræða,það minnir okkur á að Svíþjóð eitt norðurlandanna komst hjá hersetu öll (6) styrjaldarárin og hefur lengi verið í forystu þeirra síðan. Ísland hafnar Esb,aðild.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2014 kl. 06:07

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætlaði að nefna að Svíþjóð hefur verið í forystu hvað velferð áhrærir.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2014 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband