ESB-sinni viðurkennir bjölluat - Þorsteinn P. flengdur

Pawel Bartozek skrifar um umsókn Samfylkingar til Evrópusambandsins í Fréttablaðið. Pawel, sem er kunnur ESB-sinni, viðurkennir í léttúðarpistlinum að ESB-umsókn Samfylkingar var án umboðs - Íslendingar höfðu engan áhuga á því að verða aðildar að Evrópusambandinu.

Enda var það svo að meginröksemd Samfylkingar fyrir ESB-umsókninni voru allar frábæru undanþágurnar sem Íslendingum átti að bjóðast frá fullri aðild.

Á leiðarasíðu Morgunblaðsins fær samherji Pawels, Þorsteinn Pálsson, flengingu frá Hirti J. Guðmundssyni. Hjörtur rifjar upp orð Þorsteins frá síðasta kjörtímabili um að ótækt væri að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðunni til ESB-aðildar: VG var á móti aðild. Núna vill sami Þorsteinn að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, en báðir flokkarnir eru yfirlýstir andstæðingar aðildar, taki upp ESB-umsókn Samfylkingar og berjist fyrir framgangi hennar.

Pawel og Þorsteinn ættu að eiga orð saman um ESB-umræðuna á Íslandi og hvernig mætti koma henni upp á hærra plan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Alls ekki.

Þvert á móti sýnir þessi pistill að Gunnar Bragi og aðrir NEI sinnar eru með allt niðrum sig í þessu máli. 

Sleggjan og Hvellurinn, 3.1.2014 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband