Lífsgleðin og pólitík

Stefán Ólafsson prófessor birtir tölur um lífsgleði Íslendinga er sýna stóraukna gleði árið 2012 miðað við mælingu tveim árum áður. Stefán þakkar vinstristjórninni aukna gleði en það stenst ekki.

Ef landsmálapólitík er ástæða gleðinnar hefðu landsmenn verðlaunað vinstristjórnina með endurkjöri vorið 2013. En það þveröfuga gerðist: almenningur var kominn með ógeð á VG og Samfylkingu. Stjórnarflokkarnir töpuðu meira fylgi en dæmi eru um í seinni tíma stjórnmálasögu Vesturlanda.

Lífsgleði þjóða er án efa tengd pólitísku ástandi en það er tæplega ráðandi þáttur eins og Stefán vill vera láta. Nema, auðvitað, við leggjum málið upp þannig að þjóðin vissi vinstristjórnina lamaða um áramótin 2011/2012 og tók gleði sína á ný í fullvissu um að losna brátt við Jóhönnu Sig. og Steingrím J.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Það má reyna Páll að snú út úr þessu en þér tekst það frekar illa

Guðmundur Ingólfsson, 3.1.2014 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband