Forsætisráðherra þakkar þjóðinni - ekki sjálfum sér

Ísland er með forsætisráðherra sem þakkar þjóðinni seiglu og dug að komast frá hruni og kreppu að mestu óskemmd. Í sínu fyrsta áramótaávarpi sem forsætisráðherra segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Íslendingar hafa þurft að færa margvíslegar fórnir á umliðnum árum. Landsmenn eiga þakkir skildar fyrir þá ósérhlífni sem þeir hafa sýnt á erfiðum tímum. Íslenska þjóðin á hrós skilið fyrir það hvernig hún tekst á við áföll og mótlæti. Baráttuþrek Íslendinga og óbilandi bjartsýni hefur fleytt okkur áfram að nýju.

Hér kveður við nýjan tón. Við vöndumst því á tímum vinstristjórnarinnar að það væri helst ráðherrum VG og Samfylkingar að þakka að Ísland væri byggilegt land. Eftir sögulegt tap í þingkosningunum í vor héldu tveir ráðherrar áfram að mæra sjálfa sig. Össur og Steingrímur J. gáfu út bækur um meinta hetjulega frammistöðu - en þjóðin var aðeins baksvið mærðarfulla karlagrobbs gamlingjanna.

Sigmundur Davíð sýnir í áramótaávarpinu að hann er handgenginn öðrum texta en reyfurum og flugfreyjubókmenntum. Í ávarpinu er farið í smiðju Fjölnismanna, sem voru vormenn Íslands á 19. öld, og ræddar sígildar pælingar um land þjóð þar sem vegast á ofmat og vanmat þjóðarinnar á sjálfri sér og landinu.

Forsætisráðherra dregur rökréttar ályktanir af sögu lands og þjóðar þegar hann hvetur til þjóðarstolts en varar við þjóðrembingi. Það er nokkur munur þar á þótt heill stjórnmálaflokkur geri út á það sjónarmið að þetta tvennt sé eitt og hið sama.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ferð vel af stað á nýju ári, Páll.

Ragnhildur Kolka, 1.1.2014 kl. 11:27

2 Smámynd: rhansen

Góður að vanda Páll og gleðilegt ár til þin ! Lika gleðilegt að verða vitni að jafn áhrifarikum áramóta  ávörpum eins og hja Forsætisráðherra .Forseta Islaands og Predikum Biskups yfir Islandi ,sem i raun leggja öll útaf þvi sama ...Samstöðu til þjóðarheillar vegna þeirra grunnstoða sem landið á i sögu sinni !   Hvort sem Stjórnarandstöðuflokkar skilja það eður ei ,Þá er það fólksins i landinu að taka við hvatningu þessara þjóðhöfðingja og bera hana áfram til sigurs !!

rhansen, 1.1.2014 kl. 14:56

3 Smámynd: Friðrik Már

Vel mælt Páll,

Góð byrjun á vonandi góðu og farsælu ári 

Friðrik Már , 1.1.2014 kl. 16:35

4 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Eitt er víst að forsætisráðherrann og aðrir í hans launaflokki leggja ekkert til endurreisnarinnir og síðan hann og hans lið tók við hefur markvíst verið unnið að því að ýta birðunum yfir á millitekju- oglálaunafólk en bæta vel í hjá þeim betursettu

Guðmundur Ingólfsson, 3.1.2014 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband