Þriðjudagur, 31. desember 2013
Pólitískt vopnahlé árið 2014
Á næsta ári verður pólitískt vopnahlé á Íslandi. Nýir kjarasamningar mun sanna, eða afsanna, gildi sitt; uppgjör föllnu bankanna sýnir hvað verður í bauknum til skuldaleiðréttingar.
Stjórnmálaforingjarnir vörðust allra frétta í áramótablaði Morgunblaðsins. Sigmundur Davíð spurði hvort ekki væri ástæða til bjartsýni; Bjarni Ben. tíundaði skattaleg góðverk ríkisstjórnarinnar; Árni Páll boðaði að Samfylkingin myndi treina sér ósigurinn frá í vor; Katrín faldi mótsagnakennda stefnu VG með orðafjöld og Guðmundur Steingríms lét í það skína að Björt framtíð byði upp á pólitíska stefnu.
Oddvitum stjórnmálaflokkanna er vorkunn. Í raun er það ekki stjórnmálum að þakka að Ísland komst klakklaust úr kreppunni heldur sterkum innviðum. Stjórnmálin eru eitthvað aðeins meira en skraut en töluvert minna en samfélagslegar björgunarsveitir - þótt stjórnmálamenn verði að trúa öðru, eðlilega.
Athugasemdir
Vel orðað. Ísland sökk ekki þrátt fyrir tilraunir stjórnmálamanna og Seðlabankastjóra. En kostnaðurinn við þetta kerfi óhæfra embættis og stjórnmálamanna er okkur ofraun til lengdar. Að það þurfi að velta kostnaðinum af mistökum nútíðar yfir á komandi kynslóðir er ólíðandi.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.12.2013 kl. 13:36
Eru ekki sveitarstjórnarkosningar í vor? Verður þá vopnahlé?
Steinarr Kr. , 31.12.2013 kl. 14:39
Sveitastjórnarkosningar eru til þess að ráðstafa fólki í vinnu sem ekki er hægt að nota á vinnumarkaði. Á fjögurra ára fresti er uppsópið af andlegum auðnuleysingjum sett í að stokka vélritunaræfingar til að gefa þeim tilfinningu um tilgang, sem ekki er til.
Yfir þetta lið er svo settir fulltrúar sterkustu fyrirtækjana í hverju plássi, sem segja þeim fyrir verkum og taka allar ákvarðanir með eigin velferð á kostnað annarra að markmiði.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.12.2013 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.