Föstudagur, 27. desember 2013
Verslunin í pólitík: vill stærri hluta þjóðarkökunnar
Á Íslandi er rekin fákeppnisverslun sem slítur með offjárfestingar útrásar auk óhagkvæmni. Í stað þess að líta í eigin barm reynir verslunin að sölsa undir sig stærri hluta þjóðarkökunnar með því að losna undan sköttum annars vegar og hins vegar brjóta niður tollvernd landbúnaðarins.
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, segir hreint út í Morgunblaðinu að verslunin vilji nýja pólitíska forystu er þjóni hagsmunum verslunarinnar.
Verslunin klæðir áróður sinn í falleg vörumerki eins og ,,viðskiptafrelsi" en hamast samtímis á stjórnvöldum að takmarka viðskiptafrelsi íslensks almennings erlendis með því að setja hömlur á verðmæti sem ferðamaðurinn má koma með til landsins.
Haftastefnan meiri á Íslandi en í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.