Fimmtudagur, 26. desember 2013
Íslenskt hugvit, amerískt fjármagn - ekkert ESB
Plain Vanilla byggir á íslensku hugviti og vex með amerísku og kínversku fjármagni. Styrkjastóðið hjá Samtökum iðnaðarins, sem segir íslensk sprotafyrirtæki ómerkileg og að þau fái ekki útlenda fjárfesta vegna þess að krónan sé ónýt, hljóta að biðjast opinberlega afsökunar á fyrri yfirlýsingum.
Og Samfylkingin, sem heldur því fram að ekki sé forsenda að reka atvinnulíf utan ESB, ætti að íhuga að skipta um kúrs og taka mið af veruleikanum en ekki hugarórum.
Ísland er vettvangur fyrir framsækið fólk með aðra framtíðarsýn en að landið verði hjálenda Evrópusambandsins og lifi á styrkjum frá Brussel.
Setja milljarða í Plain Vanilla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Halldór Egill Guðnason, 27.12.2013 kl. 00:21
Heyr, heyr !
Já, Áfram Ísleskt hugvit og íslensk tækni !
Gunnlaugur I., 27.12.2013 kl. 00:31
Þeir kunna þetta kanarnir.Þeir kunnu þetta í Mið- Amerríku og Suður.Eitthvað er komið stopp á þá í Brasilíu og Sile.
Sigurgeir Jónsson, 27.12.2013 kl. 05:48
En að sjálfsögðu sitjum við uppi með arðinn þegar búið verðu að aflétta höftunum.
Sigurgeir Jónsson, 27.12.2013 kl. 05:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.