Björn kennir Þorgerði Katrínu pólitík

Eitt einkenni á málflutningi ESB-sinna er hversu losaralegur hann er í efnislegum staðreyndum og pólitískri greiningu. Í meginatriðum byggir málflutningur ESB-sinna að Íslandi sé áfátt í flestu og að Evrópusambandið myndi bæta úr helstu meinum lands og þjóðar.

Það stenst enga skoðun að Ísland sé þegnum sínum ómögulegt land. Á alla helstu alþjóðlega mælikvarða velsæld skorar Ísland hátt. Og enn síður er eitthvað hæft í því að Evrópusambandið hafi fundið upp eftirsóknarverða uppskrift að samfélagi. Ógöngur Evrópusambandsins eru daglegt fréttaefni innlendra og alþjóðlegra fjölmiðla.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem varð að segja af sér vegna tengsla við útrásarmenninguna, er dæmigerður fulltrúi ESB-sinna. Lengi vel klifaði Þorgerður Katrín á því að afstaða Íslands til aðildar að Evrópusambandinu yrði að ráðast af ,,ísköldu hagsmunamati". Sjálf lagði hún aldrei fram þetta hagsmunamat. Hvergi á ferilsskrá Þorgerðar Katrínar er til eitthvað sem heitir pólitísk greining á stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu annars vegar og hins vegar á Evrópusambandinu.

Líkt og fámenni hópurinn í Sjálfstæðisflokknum, sem vill ESB-aðild, er Þorgerður Katrín með frasa á reiðum höndum sem endurspegla glæra hugsun ESB-sinna. Núna ásakar Þorgerður Katrín sjálfstæðismenn að ,,þora ekki að taka samtalið" um framtíðarstöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Í huga Þorgerðar Katrínar og ESB-sinna á þetta ,,samtal" að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-umsóknarinnar sem Samfylkingin knúði í gegn á alþingi sumarið 2009 án nokkurrar þjóðaratkvæðagreiðslu og með beinum svikum þingmanna VG við kjósendur sína.

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, veit sitthvað um stjórnmál og hvað þarf til að pólitík haldi vatni. Björn ræðir sjónarmið Þorgerðar Katrínar út frá umræðunni í Sjálfstæðisflokknum og útskýrir hve léttvægu þau eru.

ESB-sinnar eins og Þorgerður Katrín eru ekki þeim rökum búnir að eiga erindi í umræðuna um Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

burt frá þinni skoðun um ESB og Björns B þá er þetta rétt hjá Þorgerði.

Rafn Guðmundsson, 26.12.2013 kl. 13:17

2 Smámynd: rhansen

Hárett hja Birni Bjarnasyni og Páli  ...allt þetta ESB er bara innihaldslaust bull sem stenst enga skoðun !

rhansen, 26.12.2013 kl. 14:22

3 Smámynd: Elle_

Hárrétt hjá rhansen.  Það er engin hugsun í þessum, já losaralegu fullyrðingum Þorgerðar, frekar en fyrr.  Það á ekkert að kjósa um þennan óþarfa frekar en hoola-hopp og ekki núna frekar en 16. júlí 2009.

Elle_, 26.12.2013 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband