Miðvikudagur, 25. desember 2013
Vinstriólund Illuga gegn kristni
Illugi Jökulsson talar vinstritungum þegar hann ólundast út í kristinn jólaboðskap eins og hann er borinn fram af Agnesi biskupi.
Illugi er kominn á ráðsettan aldur og ætti að vera maður að viðurkenna að Íslendingar eru kristnir og íslensk þjóðmenning er gegnsýrð boðskap Jesú og kristinnar kirkju.
Aumingjagæska er eitt einkenni kristni og guð veit að vinstrimenn á Íslandi hafa notið hennar ríkulega.
Athugasemdir
Ef ekkert tilefni er til að ólundast þá búa menn það bara til. Illugi veit betur en treystir á að langflestir séu búnir að gleyma trúarjátningunni sem menn staðfesta í fermingunni. Þar segir beinlínis að menn geri Jésu að leiðtoga, svo Agnes biskup ýkir ekkert þegar hún hrósar þeim Bjarna og Sigmundi fyrir að vera meðlimir í ríkiskirkjunni. Svo Illugi skoraði sjálfsmark þarna, eins fjölfróður og hann er.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.12.2013 kl. 19:40
Því miður er íslensk menning ekki gegnsýrð af heilögum sannleika, í raunverulegri framkvæmd, svokallaðra dómstóla réttlætisins.
Það er sem betur fer ekki í valdi okkar misviturra Guðs-villutrúar-vitleysisleysinga jarðarinnar jarðarinnar, að Drottins-dæma, né Drottins-blessa.
Því fyrr sem Vatíkans-Páfa-Alþjóðabankaveldið skilur boðskap Boðorðanna 10, því betra fyrir heimsfriðinn.
Það getur víst enginn stytt sér leið í gegnum Gullna Hliðið hans Guðs almáttuga. Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.12.2013 kl. 20:59
...afakið endurtekninguna á: jarðarinnar..., við höfum víst bara eina jörð...?
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.12.2013 kl. 21:02
Boðskapur Jesú hefur nú ekki alveg náð að gegnsýra þig, Pál, ef þú kallar miskunnsemi „aumingjagæsku". Að tala um miskunnsemi á niðrandi hátt eins og þú gerir er nú meira í stíl við Nietzsche.
Wilhelm Emilsson, 25.12.2013 kl. 22:57
Hann hefur borðað yfir sig um jólin ,annars er hann oft fúll ,svona til að fa fólk til að þrefa ...tek ekki mark á honum frekar en oft áður !...eg var hrifnari af fallegu barnasögunum hans afa hans síra Jakobs Jónssonar her i gamla daga ! Ja aumingjagæskan er i hávegum höfð ...miskunsemi á undanhaldi þvi miður og þvi er sem er ! ...en fólk er að hætta skilja Islensku og Islensk hugtög þvi miður og þjóðin sundrast við að að fólk hætti að skilji hvert annað !!
rhansen, 25.12.2013 kl. 23:49
http://jesusneverexisted.com
Gleðilega sólrisuhátíð.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2013 kl. 00:52
Ef eitthvað fyrirbæri hérlendis reiðir sig á aumingjagæsku þá er það Ríkiskirkjan og birtist hún í m.a. í eftirfarandi ráðstöfunum:
Það þarf því ekki að fara í neinar grafgötur um hvaða fyrirbæri hefur hagnast mest á aumingjagæsku. Gott dæmi um það er þegar forsvarsmenn Ríkiskirkjunnar kvarta yfir því að ríkið haldi eftir allt að fjórðungi sóknargjalda. Aldrei hvarflar þó að þeim hinum sömu að hóta því að segja upp innheimtusamningnum og senda sjálfir út gíróseðla því þeir vita að heimtur yrðu taldar í örfáum prósentum. Þá er nú milljarðarnir stýfðir úr hnefa ríkisvaldsins betri.
Aumingjagæska er því afar gott orð sem lýsir einstaklega vel sambandi ríkis og Ríkiskirkju.
Óli Jón, 26.12.2013 kl. 02:18
Ríkið hefur EKKI haldið eftir "allt að fjórðungi sóknargjalda" á síðustu árum, heldur 30% (jafnvel meira, tala sumir um).*
Þetta hefur krypplað safnaðarstarf allra trúfélaga og mál að linni.
En Illugi á eftir að fá fleiri andsvör en komin eru við sjálfbirgingslegum skrifum hans á tilvísaðri vefslóð vantrúarmanna.
* enda fer Óli Jón, heitur andtrúarmaður, sem fyrrum með fleipur hér sem víðar í skrifum sínum.
Jón Valur Jensson, 26.12.2013 kl. 05:00
Ég hygg að jafnvel einhverjir kirkjunnar menn muni gerast svo djarfir að vilja fá opinberlega nánari útskýringar á þeim orðum biskups, sem Illugi gerir að umtalsefni. Það verður gaman að sjá "ekki baugsmiðilinn" snúa því upp á vinstrimennsku. Annars er pistillinn lýsandi fyrir kotroskna hægrimenn sem vilja trúa því að þeir hafi allt sitt beint frá Guði. Kallaði Jesú það ekki hræsni andskotans - eða eitthvað á þá leið?
Jón Valur, af hverju sér kirkjan ekki milliliðalaust um að innheimta sín sóknargjöld svo þau skili sér öll í hús?
Jón Valur þú ert lygari - er nóg að segja þetta svona Jón, til að það sé rétt?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.12.2013 kl. 09:15
Til þess að ríkið haldi ekki eftir 30% af sóknargjöldunum er kannski ráð að kirkjan innheimti þau bara sjálf eða ert þú ekki sammála því Jón Valur? Annars hitti pistillinn þinn um Giftingu Jóns Óttars beint í mark hjá þér. En aumingjagæsla er ljótt orð og á ekki að viðhafa.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.12.2013 kl. 09:24
Nei, það nægir ekki til, Axel Jóhann.
En Óli Jón fleipraði um þetta málefni og margt andtrúarrugl; sönnun þess síðarnefnda liggur þó ekki í þessum orðum mínum sem slíkum.
Jón Valur Jensson, 26.12.2013 kl. 10:31
Jón Valur: Þótt forstjórar Ríkiskirkjunnar kvarti yfir undanskotum á sóknargjaldinu þá er það hreinlega ekki rétt hjá þeim því upphæð sóknargjalda er hvergi skilgreind í dag. Þessi upphæð getur verið allt frá því að vera 1 króna og upp úr, þetta er hvergi útskýrt. Þú skrökvar því sjálfur þegar þú talar um þrjátíu prósentin því sú tala á sér hvergi stað í raunveruleikanum. Þannig fleiprar þú um þetta málefni og margt trúarrugl.
En gefum okkur að ríkið sé búið að halda eftir allt að 30% af ímyndaðri eign Ríkiskirkjunnar, svona bara til gamans. Af hverju hafa forstjórar Ríkiskirkjunnar þá ekki sagt upp samningnum og innheimt sóknargjöldin sjálfir? Vita þeir máské fyrir víst það sem ég sagði í fyrra innleggi að heimtur yrðu djöfullega rýrar og þá sé nú betra að liggja í fjárhagslegum gapastokk ríkisins og tuða?
Þeir hafa örugglega reiknað þetta saman og séð að þeir eru langt í frá komnir að verstu sársaukamörkum og þess vegna reiða þeir sig á aumingjagæsku ríkisins og áhugaleysi íslensku þjóðarinnar. Ef staðan er slæm hjá Ríkiskirkju Jesúss núna, ímyndaðu þér þá hvernig hún verður þegar kemur að því að hún þurfi að innheimta sjálf og 5-10% þjóðarinnar greiða gíróseðlana. Þá munu kristnir horfa grátbólgnir á núverandi greiðslur frá ríkinu og minnast þessara góðu daga.
Óli Jón, 26.12.2013 kl. 12:30
Leiðtogar stjórnarflokkanna vita vel af því sem ÓJ þykist ekki vita af.
Þeir ætla að leiðrétta þetta ranglæti sem bitnar jafnvel enn frekar á öðrum kirkjum en þjóðkirkjunni einni, enda borgar ríkið full ofurlaun presta hennar.
Jón Valur Jensson, 26.12.2013 kl. 16:08
Og viðmiðunargjaldið er alveg vitað upp á krónu, er innan við 800 kr. á mánuði, rétt rúmlega helmingur af þvingunarskattinum til Rúvsins!
Jón Valur Jensson, 26.12.2013 kl. 16:32
Og af þessari upphæð hefur ríkið hirt (rænt) um 30% á síðustu árum.
Jón Valur Jensson, 26.12.2013 kl. 16:33
Jón Valur, þú ert líklega aðeins að ruglast. 800 króna gjaldið er ekki gjald sem er innheimt af ríkinu, heldur gjald sem er GREITT af ríkinu.
Sóknargjald er EKKI innheimt af ríkinu, það er bara GREITT af ríkinu- ur ríkissjóði til skráðra trúfélaga, meðal annars kaþólsku kirkjunnar, Krossins, og alls konar varasamra heilaþvottar-sértrúarsöfnuða.
Sóknargjald er rangnefni, sóknarstyrkur væri betra heiti yfir fyrirbærið.
Einar Karl, 26.12.2013 kl. 22:00
Annars er kostulegt að Páll Vilhjálmsson kvarti undan ólund annars bloggara.
Illugi ætti kannski að taka sér Pál til fyrirmyndar og blogga bara, jákvæða, uppbyggilega og kurteisa pistla! :)
(kaldhæðni)
Einar Karl, 26.12.2013 kl. 22:02
Einar Karl, þetta er rangt hjá þér, og ég þekki þessa viðleitni þína til að snúa við sannleikanum í þessu máli. Mjög margir, sem hafa kynnt sér málið, vita betur. Um afleiðingar ásælni pólitískusanna (ekki í 1. sinn) á fé kirkna í landinu, sjá t.d. þessa Mbl.grein 3. desember 2011 eftir Gísla Jónasson, prófast í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra: Ætla stjórnvöld að leggja starfsemi trúfélaganna í rúst?
Jón Valur Jensson, 26.12.2013 kl. 23:42
Jón Valur: Grein Gísla er læst öðrum en áskrifendum. En greinin sú breytir ekki staðreyndum málsins.
Sóknargjöld eru ekki innheimt. Sóknargjöldin eru fjármögnuð í gegnum almenna skattkerfið, líkt og önnur ríkisrekin þjónusta.
Ég hef útskýrt þetta í blaðagrein sem allir geta nálgast og lesið: Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld
Góðar stundir.
Einar Karl, 27.12.2013 kl. 10:27
Sóknargjöldin eru það og heita og ætluð til þess málaflokks.
Af honum hafa vondir fésýslumenn ríkisstjórna látið ræna allt að 30%.
En þetta mislíkar þér ekki, fremur en ýmsum sósíalistum og trúleysingjum, og því er reynt að réttlæta ránsskapinn.
Jón Valur Jensson, 27.12.2013 kl. 11:45
Jón Valur, hvaða heimildir hefur þú fyrir því að Ríkið innheimti sóknargjöld? Það er rétt sem Einar segir, Ríkið greiðir sóknargjöld til trúfélaga. Um það þarf ekki að deila. En þú heldur því fram að Ríkið innheimti sóknargjöld og taki af þeim 30% í eigin vasa.
Eins og svo margt í málflutningi trúmanna þá fer gjarnan lítið fyrir staðreyndum. En stundum ratast mönnum satt orð á munn, þú mátt alveg reyna að sýna fram á að svo sé í þessu tilfelli. Annars væri þér nær að hætta að gaspra um "vonda menn" sem stunda "ránsskap".
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.12.2013 kl. 12:26
Það er naumast, eru ekki almúgamenn farnir að deila við Jón Val, umboðmann almættisins og handhafa sannleikans, eins og enginn sé morgundagurinn.
Gætið að hvað þið gerið, góðir hálsar!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.12.2013 kl. 15:58
Mér finnst óvarlegt að blanda pólitík saman við trúmál.
Sigurður Þórðarson, 27.12.2013 kl. 17:09
Ríkið gefur kirkjunni ekki neitt og hefur aldrei gert. Veraldlega valdið, ekki sízt á Norðurlöndum, hefur um aldir sótt sér ránsfé í eigur kirkjunnar, gerði það á siðaskiptaöld, var enn að neyta ránsfengsins um aldamótin 1800 með sölu úr honum, misnotaði eigur kirkjunnar á 20. öld, og sósíalistum er það ekki nóg, jafnvel tilskilið hlutfall skattfjár meðlima safnaðanna er enn seilzt í, og þið viljið örugglega ganga lengra -- skattfé trúaðra fær ekki að vera í friði fyrir mönnum af ykkar sauðahúsi, ekki frekar en gjafafé þeirra á fyrri öldum. Svo stærið þið ykkur af ykkar veraldlega siðferði!
Jón Valur Jensson, 27.12.2013 kl. 18:20
Jón Valur, hvorki Lúther né einvaldskonungar Norðurlandanna á 16. öld voru sósíalistar. Einokunarverslunin var boðin út og fátækra og ýmisskonar líknarstarfsemi sem kirkjan hafði áður með að gera fór ekki á herðar nýrra yfirvalda með eignayfirtöku heldur virðist hún einfaldlega hafa verið aflögð og fátæklingar sem áður voru á framfæri kirkjunnar,voru dregnir í halarófu með snæri út í lítið sker á Breiðafirði skammt frá Flatey. Mannúðlegra hefði verið að skera þá alla á háls.
Sigurður Þórðarson, 27.12.2013 kl. 18:53
Það merkilega er að mörg þeirra samfélaga sem eru mest gegnsýrð af kristinni trú og áhrifum kirkju eru jafnframt með spilltustu þjóðfélöga í heiminum....Brasilía, Kenía, Filippseyjar, Grikkland og Bandaríkin til að nefna nokkur. Mannúð og miskunsemi hefur ekkert með trúarbrögð að gera, heldur skiptingu á auðæfum samfélagsins. Því meiri misskipting, því meiri spilling. Í norður Evrópu, Kanada og Ástralíu er manngildið mest metið, enda er minnsta misskiptingu þar að finna. Þessi samfélög eiga það líka sammerkt að hafa sparkað kirkjunni að mestu út í horn, enda hefur hún alla tíð staðið þversum í vegi fyrir öllum framförum. Þetta má sjá hér á Íslandi líka þar sem fólk hópast í kirkjuna.....eða þannig.
Halldór Þormar Halldórsson, 27.12.2013 kl. 19:12
Jón Valur: Enn og aftur sýnir þú að enginn stendur þér á sporði þegar kemur að því að víkja sér undan því að svara beinum spurningum og rausar bara eitthvað út í loftið.
Spurningin var sem sagt þessi: Hvað þarf meintur stuldur ríkisins að verða mikill uns Ríkiskirkjan segir upp þessum innheimtusamningi og fer sjálf í að senda út gíróseðla? Þarf hann að fara yfir 40%? 50% eða jafnvel 60%? Mitt mat er að á endanum muni Ríkiskirkjan sætta sig við allt að 90% því hún veit sem víst er að þjóðin mun ekki borga meira en 10%, í allra mesta lagi, af þeirri upphæð sem þú vilt meina að sé höfuðstóllinn í þessu máli, frjáls fórn þjóðarinnar á altari Ríkiskirkjunnar. Það er þó kolrangt mat hjá þér því sóknarstyrkurinn er framlag ríkisins, eins konar öndunarvél, utan hverrar kristin trú myndi varla þrífast hérlendis. Hlustaðu á Einar Karl og Brynjólf, þeir eru að reyna að gera þér greiða með því að draga þig upp úr vanþekkingarfeninu og upplýsa þig um hlutina eins og þeir eru.
Hættu því þessu væli, Ríkiskirkjan á enn gott borð fyrir báru og það er nokkuð í að hún kemst að þessum ímynduðu 90% sársaukamörkum. Í millitíðinni fær hún ókeypis pening sem hlýtur að vera guðlegt kraftaverk á tímum þar sem fjármunir eru af skornum skammti.
Óli Jón, 28.12.2013 kl. 21:57
Einar Karl og Bryjólfur fara hér með alrangt mál um sóknargjöldin.
Því verður svarað hér fljótlega -- hugsanlega öðrum aðkastsmönnum líka.
Jón Valur Jensson, 29.12.2013 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.