Steingímur J. fær jólaflog - stjórnarandstaðan í rúst

Ríkisstjórnin er komin með örugg tök á efnahagsmálum og pólitíska staðan er traust. Efist einhver um valdastöðuna á þingi nægir að vísa til þess að reyndasti þingmaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, fékk flog í ræðustól og úthúðaði brosmildasta þingmanninum.

Stjórnarandstaðan veit að slagurinn er tapaður. Allt frumvæði í pólitískri umræðu er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sundurlausu vinstriflokkarnir gera ekki annað enn að elta stjórnina eins og óknyttastrákar froðufellandi af bræði.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur alla burði til að leggja grunn að farsælu langtímasamstarfi, sem, auðvitað, útilokar aðild vinstriflokkanna að landsstjórninni. Það er ástæðan fyrir ólund vinstrimanna á þingi.

 


mbl.is „Kjarasamningar eyða óvissu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaða slagur stjórnarandstöðunnar er tapaður?

Er þessi ríkisstjórn og launþegasamtök í slag við stjórnarandstöðuna?

Það kemur á óvart.

Það sem máli skiptir er að ríkissjóður fái tekjur og að vinnandi fólk haldi atvinnunni ásamt því að störf skapist fyrir þá sem koma nýir inn á vinnumarkaðinn.

Ekkert slík er í farvatninu.

Ekkert.

Nákvæmlega EKKERT.

En það er búið að gulltryggja LÍÚ með skorttöku í aflaheimildum og nú verður tekið til við að smíða lagaumhverfi fyrir langtímasamninga um nýtingu fiskistofnanna.

Þessi ríkisstjórn og (stjórnarandstaða) hefur hugsað meira um pólitíska styrjöld en hagsmuni þjóðarinnar.

Alþingi starfar í umboði þjóðarinnar - allrar þjóðarinnar - og það eina sem alþingismönnum ber að gera er að vinna að heill almenings. 

Árni Gunnarsson, 21.12.2013 kl. 16:51

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nákvæmlega.

Flog vinstri manna fer ekki framhjá neinum.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2013 kl. 19:05

3 Smámynd: rhansen

Jólaflog ,hahah  !! ".En sa hlær best sem siðast hlær " varla Steingrimur her eftir ,en Forsætisráðherra er góður húmoristi auk margra annara góðra kosta svo það er spurning ?.....En eg efa að margir geri ser grein fyrir hversu þett og vel stjórnin hefur staðið saman og komið sinum verkefnum vel til skila á þeim tima sem þeir settu ser ...svo eg hugsa að það se fleirum en Steingrimi ekki hlátur  i huga nún ef eða  þegar menn uppgötva það i liði vinstri manna !!

rhansen, 21.12.2013 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband