ESB-herinn ræddur í Brussel

,,Við þurfum hernaðarlegar og borgaralegar höfuðstöðvar í Brussel sem geta sent herstyrk til að verja hagsmuni okkar og gildi og öryggi þegna okkar. Meirihluti þingmanna Evrópuþingsins er þessarar skoðunar," sagði Martin Schulz talsmaður Evrópuþingsins á leiðtogafundi ríkja Evrópusambandsins.

Schulz er talinn líklegur eftirmaður Barroso, forseta framkvæmdastjórnarinnar. Víðtækur stuðningur er innan Evrópusambandið við Evrópuher. Miðstjórnarvaldið í Brussel yrði til muna sterkara með hernaðarmátt á bakvið sig.

Samkvæmt Telegraph stóð forsætisráðherra Breta fastur á móti hugmyndum meginlandsríkjanna um að byggja upp hernaðarmátt Evrópusambandsins. Bretar, á hinn bóginn, eru á útleið úr Evrópusambandinu.

Allar líkur eru á því að ESB-herinn verði að veruleika þótt það muni taka nokkur ár að raungera hann. Kerfið í Evrópusambandinu vinnur þannig að fyrst er fengið samþykki fyrir hugmynd sem embættismannakerfið tekur síðan og mjakar áfram hægt en örugglega.

ESB-sinnar á Íslandi verða að svara þeirri spurningu hvaða erindi Íslendingar eiga í væntanlegan Evrópuher.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það hafa verið uppi umræður um stofnun Evrópuhers lengi og til eru gögn um tignarmerki svokallaðs Evrópuhers frá 1954

http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=1000

Þessar tillögur breyttust með tímanum og komu síðustu hugmyndir um tignarmerki árin 2001 og 2002

Hugmynd 2001= http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=999

Hugmynd 2002= http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=998

Evrópusjóherinn= http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=1002

Af þessu gefur að skilja að þessar hugmyndir eru í sífelldri þróun og verða væntanlega að veruleika innan fárra ára. Það sést á því að umræður um stofnun Evrópuhers eru að aukast og er nú þegar til vísir að slíkum her. Þessi her hefur nú þegar sitt merki og sína yfirstjórn.

http://en.wikipedia.org/wiki/Military_of_the_European_Union

Tek fram að gæta ber varúðar við lestur upplýsinga sem fram koma á wikipedia.org, þar sem fjöldi fólks getur ritað það sem það heldur að sé rétt.

Með hátíðarkveðju og von um að Ísland gangi aldrei í þetta bandalag sem ESB er orðið og er að verða.

Ólafur Björn Ólafsson, 20.12.2013 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband