Menningarvinstrið, Sjálfstæðisflokkurinn og RÚV

Menningarvinstrið og Sjálfstæðisflokkurinn urðu viðskila í kalda stríðinu. Hækjuvinstrið, Alþýðuflokkurinn, varð þar af leiðandi valkostur Sjálfstæðisflokksins þegar ekki var hægt að vinna með Framsóknarflokknum. RÚV er menningarvinstrinu kært og Sjálfstæðisflokkurinn ætti að byggja brú með því að setja í embætti útvarpsstjóra mann úr þeim kima.

Vitanlega yrði slíkur kandídat að eiga eitthvað annað til brunns að bera en að koma úr réttri pólitískri hefð. Svo vill til að slíkur maður finnst og það sem meira er - vill gjarnan taka að sér RÚV. Maðurinn heitir Halldór Guðmundsson, er forstjóri Hörpu og leiðist það.

Nóg er til af kokteilhænum að sjá um Hörpu, fáum Halldór í RÚV og verðum stolt af Ríkisútvarpinu á ný. Í kaupbæti er liðkað fyrir pólitískum straumum sem stífluðust fyrir hálfri öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband