Ráðuneytismafían og IPA-styrkirnir

Embættismenn úr utanríkisráðuneytinu fóru um borg og bý og buðu mútugreiðslur til stofnana í formi IPA-styrkja frá Evrópusambandinu. Mútugreiðslurnar áttu að kaupa velvild og stuðning við ESB-umsókn Samfylkingar.

Eftir að aðlögunarferlið inn í Evrópusambandið var stöðvað féllu IPA-styrkirnir milli skips og bryggju. ESB hætti við nýja styrki og með ákvörðun í byrjun mánaðar voru afturkallaðir þegar veittir styrkir.

Björn Bjarnason vekur athygli á krampakenndum viðbrögðum ESB-sinna þegar kemur að IPA-styrkjum. Eina skýringin á ofsa ESB-sinna er vanlíðan vegna eðlis IPA-styrkjanna, sem opinberast í umræðunni um afturköllun þeirra. Það átti að kaupa með mútugreiðslum velvild við ESB-umsóknina.

ESB-mafían í utanríkisráðuneytinu ber ábyrgð á innleiðingu á mútukerfi IPA-styrkja. Æ betur kemur á daginn að ráðuneytið stórskaðar þjóðarhagsmuni okkar og er sjálfstæð uppspretta spillingar. Utanríkisráðuneytið á að leggja niður og færa verkefni ráðuneytisins annað í stjórnarráðinu. Mafíu á ekki að taka neinum vettlingatökum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heyr!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.12.2013 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband