Reiðir ríkir, reiðir fátækir og reiðar frekjur

Ríkasta fólkið á Íslandi tapaði á hruninu, m.a. hlutabréfum sínum í ónýtum bönkum. Fátæka fólkið tapaði líka á hruninu, atvinnuframboð skrapp saman og þá var ekki lengur hægt að ,,taka út" tvo veikindafrídaga í mánuði án þess að eiga hættu á að missa vinnuna.

Frekjurnar töpuðu þó mestu, - en það er liðið sem heimtar alltaf helmingi meira en það leggur fram. Ónytjungar úr öllum tekjuhópum sem meira og minna ætlast til þess að fá allt upp í hendurnar.

Stúdía sem segir að um fimmtungur þjóðarinnar telji sig beittan órétti verður að útskýra af hvað sauðahúsi þetta þetta fólk er. Annars gefum við okkur að þetta séu kjósendur Samfylkingar og VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

alveg klárlega rétt hjá þér Páll. Talan stemmir ágætlega við áætlaðan fjölda öfundarkommanna.

Halldór Jónsson, 15.12.2013 kl. 21:17

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það eru aldeilis kveðjurnar sem hinir verr stæðu í samfelaginu fá frá bloggher LÍÚ. Þeir verði bara reknir ef þeir þurfi að nýta sér lögbundinn rétt til frídaga! Já já, bara reknir segir bloggher LÍÚ. Alveg ótrúlegt að sjá svona - en kemur ekki á óvart. Vinnandi hendur eru ekki þjóðin að áliti auðmanna og LÍÚ klíkunnar og fv. útrásarvíkinga og það er dagskipunin til bloggherja viðkomandi að berja linnulítið á hinum verr tæðu í samfélaginu.

Auk þess var fullt af ólíklegast fólki sem átti hlutabréf í bönkunum. Ég veit persónulega um mörg dæmi þar sem venjugt almúgafólk fór útí að setja sparnað sinn í hlutabréf í bönkunum eða þeirra undirfélögum. Jafnvel með fáránlegri áhættu, veðsetningu á húsum oþh. Umræðan var þannig og áróðurinn að ekki væri hægt að tapa á þessu.

Eg er á því að það hafi meðal annrs verið útaf þessu atriði, þ.e. hve margir töpuðu öllu þegar hlutabréfin hrundu og urða að mestu verðlaus, - sem vitleysisgangurinn kringum icesaveskuld landsins varð slíkt ruglatriði í meðhöndlun kjánaþjóðrembinga. Það voru svo margir reiðir eftir að hafa tapað nánast öllu í hlutabréfahruni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2013 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er margt skrýtið. Sami maðurinn og var til skamstíma formaður félags fjárfesta á Íslandi, situr nú á Alþingi, Vilhjálmur Bjarnason og þykist hafa vit á peningum.Sami maðurinn og ráðlagði fólki að kaupa hlutabréf fyrir hrun,og gaf sig hafa vit til þess.Annar ekki síðri hefur verið vinsæll upp á síðkastið sem peninga snillingur.Hann heitir Pétur Blöndal.Hann var formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingiss 2003 -2007.Hann talaði stanslaust á þessum áru um fé án hirðis með þeim afleiðingum að allir stærri sparisjóðir eru í rúst og ég óg þú Páll höfum þurfum að borga með hærri sköttum.Þessir tveir menn bera að mínu viti meiri ábyrgð á því hvernig fór en einstakir bankastjórar.

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 05:31

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En vitanlega má ekki hrófla vi snillingunum.Ef þú hefur tapað á kaupum á hlutabréfum Páll, þá legg til að þú skoðir afrek þessara manna hvað snertir almannahag

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 05:39

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og ekki vantar vígaganginn í þeim félögum innan Sjálfstæðisflokkins.Að mínu viti er það furðulegt að það skuli ekki vera búið að reka þá úr flokknum.

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 05:41

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Tvent er í stöðunn.Annaðhvort er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að tapa glórunni eða hann hefur aldrei haft hana.

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 05:54

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og formaðurinn, fálmkenndur hræddur.Svipað og fótboltaleikur sé að tapast.Sem betir fer er blómaskreytingakona á Alþingi sem veit að árangur sést að vori.

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband