RÚV: 100 manns er fjölmenni

Málfarsráðunautur RÚV er sennilega í fríi í dag. Önnur skýring getur ekki verið að fyrirsögninni ,,Fjölmennur samstöðufundur á Austurvelli." Inngangur fréttarinnar er svohljóðandi

Um hundrað manns komu saman á Austurvelli klukkan fimm í dag til að mótmæla niðurskurði á Ríkisútvarpinu og sýna í verki að ríkisútvarp í almannaeign sé skýr vilji fólksins í landinu.

Í ljósi þess að hjá RÚV vinna um 300 manns, og það fólk er flest fjarska duglegt að mæta á mótamælafundi af margvíslegu vinstratagi, er hundrað manna samstöðufundur RÚV fámennur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvort var þetta samstöðufundur eða mótmælafundur? Ég er farinn að efast um að menn viti hvað er hvað.  Því það er mótsögn fólgin í því að efna til samstöðufundar með RÚV þegar niðurskurðurinn á Rás 1 er alfarið á ábyrgð stjórnenda RÚV en ekki fjárveitingavaldsins. Mótmælin eiga að beinast að yfirmönnum RÚV og stjórn þeirrar stofnunar. Það þarf að vera skýrt hjá þessum krökkum sem tilheyra uppreisnardeild VG og klæjar í fingurna að glæða miðbæinn byltingarljóma og komast í fréttirnar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.12.2013 kl. 18:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir á blysförina sem auglyst var til að hvetja Jóhönnu til að taka við forystu Samfylkingarinnar á sínum tíma.

Það mætti einn maður. Sá sem blés til samstöunnar.

Jóhanna sem hafði látið ólíkindalega ( playing hard to get) bognaði undan þessum gífurlega þrýstingi og lét til leiðast landi og þjóð til miska eins og frægt er orðið.

Líklega hefur málfarsráðunauturinn verið á austurvelli á fullu kaupi. Það skýrir kluðrið.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2013 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband