Sunnudagur, 15. desember 2013
Subbuferlið og ónýta ráðuneytið
ESB-umsókn Samfylkingar var pólitískur sóðaskapur frá upphafi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. var ekki með neitt umboð frá þjóðinni í málinu. Eini ESB-flokkur landsins, Samfylkingin, fékk innan við 30 prósent fylgi vorið 2009. Ríkisstjórnin sjálf var klofin til aðildar Íslands.
Samfylkingarmaðurinn Stefán Ólafsson gefur IPA-stykkjaumræðunni þá einkunn að hún sé lágkúra. Í öllu ferlinu frá miðju ári 2009 er subbuskapur og lágkúra.
Utanríkisráðuneytið, sem á að klæða pólitíska stefnu í vandaðan búning brást gersamlega í ESB-málinu og varð að hlaupatík Samfylkingar. Starfsmenn ráðneytisins hættu að vera embættismenn en urðu pólitískar sóðalappir sem útbíuðu stjórnarráðið.
Við eigum að leggja niður ráðuneyti utanríkismála og spara okkur bæði skömm og stórar fjárhæðir.
Skoða réttarstöðu vegna IPA-styrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólífrænt skarnið er út um allt,Það er mikil þolraun að stökkva yfir það,en er þess virði að standa síðan á verðlaunapalli eftir erfitt hindrunarhlaup. Jóhönnustjórn vissi allan tímann að þessar hindranir myndu tefja fyrir, en treystu á að geta unnið með ráðum almannatengla að áróðri meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn þreyttu hlaupið. Þeim er ekkert heilagt nema “Páfastóllinn” í Brussel,m.a. þess vegna tóku þau enga áhættu á kosningum um þetta óhuggulega mál inngöngu í Esb. Hvers vegna ekki að hreinsa til í ráðuneytum,ef þau eru til lítils gagns,nema ákveðin öfl séu í ríkisstjórn. Vona að fólk skori á Braga að láta það vera að væla utan í þessu Esb.um ipa styrki.
Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2013 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.