Tvöfaldur Sigurður G. er bloggherinn á Eyjunni

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur var í stjórn Glitnis sem varð gjaldþrota í hruninu, líkt og aðrir bankar. Sigurður tekur að sér vörn helstu bankamanna landsins, t.d. bankastjóra Landsbankans. Þá er Sigurður bloggari á Eyjunni.

Sigurður reyndi ásamt öðrum, sem margir eru með bloggfang á Eyjunni, að draga upp þá mynd af hruninu að stjórnmálamenn bæru höfuðábyrgð á því en bankamenn og eigendur bankanna mest litla ábyrgð. Spuni Sigurðar og félaga fékk ekki undirtektir í samfélaginu.

Sigurður reyndir samt enn og Eyjan spilar með. Í allan dag er sömu bloggfærsla Sigurðar haldið að lesendum Eyjunnar undir tveim fyrirsögnum á ,,helsti" vefritsins. Líklega er þetta gert til að tvöfalda lesturinn á Sigurði og spunanum um ábyrgðarleysi auðmanna á hruninu. Sigurður er orðinn sjálfstæður bloggher á Eyjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurður dæmir sig sjálfur.  Bara gott að sem flestir lesi og dæmi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.12.2013 kl. 17:07

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir eru nú ýmisr bloggherirnir. LÍÚ hefur einn, fv. útrásarvíkingar annan, Sjallar enn einn og framsókn annan. Bloggher LÍÚ og framsjalla hafa td. verið á fullum launum við að telja fólki trú um að hrunið væri vondum útlendingum að kenna og nokkrum aðilum innanlands o.s.frv. Þessi própagandablogghers málflutningur er vel þekktur og kunnur. Annar eins málflutningur er auðvitað dónaskapur gagnvart hugsandi fólki. Samt er barið á þessu linnulítið á fullu kaupi.

Þeir einu sem eigi hafa bloggher eru talsmenn almúgans, hinna verr settu í samfélaginu. Fv. útrásarvíingar og klappstýrur þeirra ásamt LÍÚ bloggher og framsjallabloggher sameinast um að berja á almúganum með hálfvitaprópaganda. Síðan þegar meirihluti innbyggja lætur glepjast til að ganga í gapastokk elítunnar - þá er almúginn og hinir verr settu hýddir með framsjallasvipu og própagandað gengur útá að almúganum eigi að finnast það gott.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.12.2013 kl. 18:23

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo er LANDRÁÐAFYLKINGIN með einn reyndar hálf óvígan her....

Jóhann Elíasson, 14.12.2013 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband