Þorsteinn fyrirlítur Sjálfstæðisflokkinn og lýðræðið

Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins sýnir flokknum og lýðræðislegu starfi stjórnmálaflokka fullkomna fyrirlitningu í vikulegum pistli í Fréttablaðinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á landsfundum sínum, þar sem meira en þúsund flokksfélagar koma saman, margítrekað andstöðu sína við að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Andstaða við aðild að Evrópusambandinu liggur einnig fyrir í flokksamþykktum Framsóknarflokksins og raunar einnig VG. Stjórnmálaflokkarnir bjóða fram í þingkosningum valkosti fyrir almenning til að kjósa um - það er þeirra hlutverk og til þess fá flokkarnir fjárstuðning úr ríkissjóði. Aðeins einn flokkur, Samfylkingin, bauð fram þann valkost að Ísland skyldi ganga til samninga um aðild að Evrópusambandinu. Flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi út á þá stefnu.

Þorsteinn Pálsson er ákafur talsmaður þess að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ákefðin blindar Þorstein á meginreglu í lýðræðislegu samfélagi um að virða niðurstöður, bæði á vettvangi stjórnmálaflokka og þó enn fremur almennra kosninga.

Krafa Þorsteins Pálssonar um þjóðaratkvæðagreiðslu í máli sem hann og félagar hans töpuðu bæði á vettvangi Sjálfstæðisflokks og í þingkosningum grefur undan tiltrú á pólitíska kerfið almennt og veikir trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins sérstaklega.

Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins gerði málatilbúnað Þorsteins að umtalsefni í sumar í grein undir fyrirsögninni Hrunið og heimskan. Í ljósi þess hvar Þorsteinn ól manninn fyrir hrun hefði greinin líklega átt að heita Hrunheimskan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband