Laugardagur, 14. desember 2013
Heimskasta ráðuneytið - leggjum það niður
Tvær dómgreinarlausustu hugmyndir seinni tíma stjórnmála á Íslandi eru fóstraðar í utanríkisráðuneytinu. Í fyrsta lagi að Ísland eigi erindi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að ráða ráðum heimsstjórnmálanna hvort heldur í Palestínu, Tíbet eða Suður-Kínahafi. Í öðru lagi að Ísland ætti að framselja fullveldi sitt til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu sem bjuggu til Evrópusamband eftir seinna stríð til að verja stórveldahagsmuni sína.
Ráðuneyti utaríkismála er svo hressilega skyni skroppið að það getur ekki einu sinni afturkallað ESB-umsóknina þótt þjóðin hafi í almennum kosningum gefið skýr og ótvíræð fyrirmæli um að það skuli gert ekki seinna en strax.
Þegar dómgreindarlaust getuleysi (ástand stundum nefnt samfylkingarvírus) heltekur heilt ráðuneyti er aðeins eitt úrræði: við eigum að leggja niður utanríkisráðuneyti lýðveldisins.
Verkefni utanríkisráðuneytisins má að deila á þrjú ráðuneyti. Forsætisráðuneytið yfirtekur diplómatísk samskipti við aðrar þjóðir, atvinnuvegaráðuneytið tekur yfir auðlindamálin og fjármálaráðuneytið fjárhagsleg málefni.
Utanríkisráðuneytið er gerilsneytt íslenskri þjóðmenningu þannig að engin hætta er á að mótmæli verði skipulögð til varnar þessari stofnun. Hagræðingin sem hlýst af má telja í milljörðum króna.
Mikilvægt að Ísland leggi sitt að mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.