Árni Páll dónast á Vigdísi

Stjórnarandstaðan, með 12,9 prósent Samfylkingu í broddi fylkingar, ætlar sér að stjórnar alþingi. Með öflugum stuðningi RÚV, sem pískar upp stemninguna í þjóðfélaginu, reyna vinstriflokkarnir að ráða dagskrá málstofu þjóðarinnar.

Þegar pólitík er annars vegar telja sumir þingmenn sjálfsagt að leggja til hliðar mannasiði. Samkvæmt Eyjunni sagði Árni Páll Árnason eftirfarandi um Vigdísi Hauksdóttur

Hún var vissulega líkamlega viðvarandi hér með hléum í gær og það er auðvitað heillandi fyrir okkur öll að fá að njóta flögrandi nærveru hennar hér um sali, þegar hún kemur hér inn í salinn af og til og sest hér með tölvuna með sér í þingsalinn.

,,Þú ert dóni", mun hafa heyrst úr þingsal eftir að formaður Samfylkingar lauk sér af. Ekki er það ofmælt.


mbl.is Vildu breyta dagskrá þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú það er bara svona! Allir í Samfylkingunni komnir á dauðalistann hjá þér Páll. Hefur ekki haft áhyggjur af umræðu á Alþingi um fyrrverandi stjórn áður. T.d. um þegar að fyrri meirihluti sagði svipaða hluti um Jóhönnu. Það að Vigdís foramaður fjárlaganefndar sé svona rétt að skjótast öður hverju inn í sal vegna fjáraukalaga og aðir í meirihluta hennar sjáist þar varla í umræðu um fjáaukalög sýnir að þau hafa lítinn áhuga á þessu máli!  Annars er þetta blogg þitt orðið svo mikill vettvangur fyrir persónulegt hatur þitt á öllum sem eru ekki sömu skoðunar og þið í framsókn eða sjálfstæðisflokk eruð með að nú er hér og með hættur að lesa þig í bili.

http://www.youtube.com/watch?v=5knUx5ZUIjA&feature=youtu.be

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2013 kl. 18:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Magnús granni minn, hægri stjórnmálamenn tala ekki svona,að því leiti eru þeir gamaldags,að þeir bera virðingu fyrir kvenlegum þokka og má áreiðanlega flokka þessi ummæli sem kynferðislegt áreiti,þar fauk hanastél formannsins. Þú lætur eins og ríkisstjórnin eigi eitthvað inni hjá Jóhönnustjórn,en framkoma þeirrar stjórnar var með slíkum endemis ruddaskap,í ákafa sínum að gera endanlega út af við lýðræði Íslands. Það réttlætti gremju og skarpar ádeilur.

Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2013 kl. 23:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú lætur eins og stjórnarandstaðan,eigi inni frá þeirri fyrri og geti þess vegna hagað sér eins og nærtækt dæmi það er rangt.

Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2013 kl. 23:12

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páli blöskrar þetta nú ekki meira en svo að hann endurbirtir það hér.  

Jón Ingi Cæsarsson, 12.12.2013 kl. 11:08

6 Smámynd: Elle_

Hvað er svona fyndið, Jón Ingi?  Og hvað kemur ruddaskapur ykkar kattasmalandi landsöluflokks Framsókn og Sjálfstæðisflokknum við, Magnús Helgi?  Kaus ekki Páll VG 2009?  Þú veist kannski betur hvað hann merkti við núna síðast?

Elle_, 13.12.2013 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband