Miðvikudagur, 11. desember 2013
Vinur Samfylkingar, óvinur Íslands
Írski Evrópuþingmaðurinn Pat ,,the Cope" Gallagher er í trúnaðarsambandi við forystu Samfylkingar. Hann fór fyrir þingmannanefnd ESB sem heimsótti Ísland margsinnis á síðasta kjörtímabili til að búa í haginn fyrir ESB-aðild Íslands í boði Samfylkingar.
Gallagher beitir áhrifum sínum í Brussel til að knýja á um viðskiptabann á Íslands vegna makríldeilunnar. Vísast telur hann sig þekkja Íslendinga út frá kynnum af samfylkingarfólki.
Sennilega hefur Gallagher ekki kynnt sér niðurstöðu alþingkosninganna í vor, en þar var Samfylkingin gerð að hornkerlingu íslenskra stjórnmála með 12,9 prósent fylgi.
Makrílstofninn er ekki eingöngu okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Látum ekki makrílinn rotna í sjónum eins og síldina, til þess eins að fylgja reglum sem ekki standast skoðun/endurskoðun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2013 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.