Miðvikudagur, 11. desember 2013
Þjóðverjar fjármagna bók Hitlers, en banna útgáfu
Eftir seinna stríð var Þýskalandi bannað að gefa út Mein Kampf (Baráttan mín) eftir Adolf Hitler. Utan Þýskalands er bókin fáanleg og svo verið lengi.
Undanfarin ár vinnur þýsk stofnun, Institut für Zeitgeschichte, að fræðilegri útgáfu af bók nasistaleiðtogans. Stofnunin fær í verkefnið stuðning úr opinberum sjóðum. Markmiðið er að sýna í fræðilegri útgáfu texta Hitlers og hvaða heimsmynd hann boðaði.
Samkvæmt Die Welt verður engu að síður bannað að gefa út Mein Kampf. Sambandsríkið Bayern fer með útgáfuréttinn að Hitlersbókinni, fékk hann við gjaldþrot upphafsútgefanda, og getur á þeim grunni bannað að bókin komi út. Útgáfurétturinn rennur út árið 2015. Eftir það verður að banna Hitlerstexta í Þýskalandi á öðrum forsendum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.