Mánudagur, 9. desember 2013
Undirskriftasöfnun gegn Páli M. útvarpsstjóra
Krafa um afsögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra safnar undirskriftum á netinu. Yfirskriftin er eftirfarandi
- Við mótmælum því hvernig staðið hefur verið að yfirstjórn Ríkisútvarpsins síðustu ár og hvernig forgangsraðað er í fjármálum stofnunarinnar með aðför að kjarna starfseminnar.
- Við förum fram á að staða útvarpsstjóra verði auglýst og að sett verði skilyrði um víðtækan skilning á lagalegum skyldum Ríkisútvarpsins og hlutverki almannaútvarps.
Undirskrifendur eru komnir vel yfir þúsund. Meðal þeirra eru menningarfólk af ýmsum stærðum og gerðum.
Er eitthvað um þessa undirskriftasöfnun í RÚV-fréttum?
Athugasemdir
Kerfið ver sína valdníðslu-spillingu. Það er eldgömul og ný saga, sem minnir á Robinson-fangaeyju.
Það er ótrúlega lítið fjallað um þá fangaeyju þessa dagana, hjá "upplýsinga"-ræningja-RÚV!
Frakklandsforstjórinn er líklega ekki hrifinn af að auglýsa sína "friðarinnrás" í Afríku þessa dagana, hjá RÚV-inu á Íslensku fangaeyjunni?
Hvers vegna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.12.2013 kl. 20:42
Hvernig væri nú að koma með linnk á þessa undirskriftasöfnun.
Árni Karl Ellertsson, 9.12.2013 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.