Tvöfeldnin lamar VG

VG er með formann sem nýtur trausts langt út fyrir raðir flokksmanna og kjósenda VG og er það gagnólíkt ástandinu hjá Samfylkingu. VG er flokkur jafnréttis og náttúruverndar, hvorttveggja mál sem stórir kjósendahópar bera fyrir brjósti.

Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti VG að njóta meiri stuðnings en Samfylkingin sem marar í hálfu kafi með ónýtasta málefni seinni tíma stjórnmálasögu, ESB-umsóknina.

En VG nær ekki vopnum sínum, skoðanakannanir sýna VG ýmist með minna fylgi en Samfylkingin eða standa jafnfætis. 

Nærtækasta ástæðan fyrir slæmu gengi VG er að kjósendur fyrirgefa ekki svo glatt svikin frá 16. júlí 2009 þegar þorri þingmanna flokksins greiddi atkvæði með ESB-umsókn Samfylkingar, - þvert á gefin loforð um annað.

Aðalhönnuður 16. júlí svikanna er Árni Þór Sigurðsson. Hann er ESB-sinni í sauðagæru, fyrrum stjórnarmaður í Heimssýn en notar hvert tækifæri til að ýta Íslandi í átt að ESB-aðild.

Árni Þór greiddi á sínum tíma atkvæði gegn því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild. Eftir að kjósendur höfnuðu bæði svikulum VG og ESB-sinnaðri Samfylkingu sl. vor er Árni Þór orðinn eins og aðrir ESB-sinnar ákafur stuðningsmaður þjóðaratkvæðis til að ,,kíkja í pakkann."

Á meðan maður eins og Árni Þór mótar afstöðu VG í utanríkismálum er borin von að flokkurinn endurvinni traust kjósenda. 

Uppgjör við 16. júlí svikin er forsenda fyrir því að VG fái á ný tiltrú og geti skapað sér sóknarfæri á vinstri væng stjórnmálanna. 16. júlí svikin lama framgang þeirra málefna sem VG stendur fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú segir Páll, að VG sé með formann, sem nýtur trausts langt útfyrir raðir flokksins. Í því sambandi ber að geta að núverandi formaður stóð að öllu drullumixinu og svikunum með Steingrími og Árna Þór. Þess vegna er þessi formaður einskis traust verður.

Jóhannes Ragnarsson, 8.12.2013 kl. 16:11

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

VG er lúxusvandamál.  Þegar við erum búin að borga skuldir ríkissjóðs þá kannski höfum við efni á stefnumálum VG.  Alls ekki fyrr.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2013 kl. 16:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna hitti Jóhannes Laxdal Baldvinsson naglann akkúrat á höfuðið.........

Jóhann Elíasson, 8.12.2013 kl. 19:28

4 Smámynd: Björn Emilsson

VG er Kommunistaflokkur Islands í sauðargæru. Þeir sjá fyrir sér ESB innnlimast í Sovét Rússland. Þar með væri drauminum náð.

Björn Emilsson, 8.12.2013 kl. 20:22

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Katrín kemur vel fyrir er geðug,það ruglar e.t.v. marga sem gleyma einmitt þætti hennar í svikum VG á sínum tíma,skírara verður það ekki hjá Jóhannesi. Það er jú farið að grilla í austrið í viðræðum ESB. Að fenginni reynslu síðustu ára munum við,sem höfum barist gegn því að Ísland gangi í ESb,tortryggja allt sem kemur frá þeim aðilum,sem svikust aftan að þjóðinni með umsókn í það.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2013 kl. 21:12

6 Smámynd: Elle_

Kannski eru kommúnistar í VG.  Hinsvegar, Björn, þó kannski megnið af sjálfstæðissinnum hafi flúið úr flokknum (eftir að Kata sýndi alvöru-andlitið í fyrri ríkisstjórn og Steingrímur fór að standa á haus), voru það ekki allir.  Ekki verður neitað sem dæmi að Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds eru sterkir sjálfstæðissinnar.   

Elle_, 9.12.2013 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband