Evran markar endalok Evrópusambandsins

Fátækt og landflótti eru afleiðingin af einu gjaldmiðlasvæði fyrir 17 af 28 ríkjum Evrópusambandsins. Ástæðan er sú að einn gjaldmiðill getur ekki þjónað ólíkum hagkerfum svo að vel fari. Af þessari einföldu staðreynd verða stórpólitískar afleiðingar.

Endalok Evrópusambandsins, í þeirri mynd sem við þekkjum það, mun leiða til upplausnarástands í álfunni á meðan nýtt jafnvægi myndast. Hversu lengi upplausnin varir og hve víðtæk hún verður er ómögulegt að segja til um.

Evru-kreppan markar þau skil í þróun Evrópusambandsins að í fyrirsjáanlegri framtíð munu þjóðir, sem eitthvað eiga undir sér, s.s. Bretland, Pólland, Svíþjóð og Danmörk ekki taka upp evruna. Þjóðir, sem áður voru undir Sovétríkjunum, líta á evru-samstarfið sem lið í öryggishagsmunum sínum og þess vegna ætla Lettar að verða hluti af evru-samstarfinu.

Sérstakt 18-ríkja (Lettland verður aðili um áramótin) evru-samband er ólíkleg niðurstaða í ljósi þess að ekki er enn búið að ná tökum á evru-kreppunni. Pólitískan vilja skortir til að búa til sameiginlegt stórríki á meginlandi Evrópu til að halda evrunni gangandi. Umfjöllun í þýskum fjölmiðlum gengur út á varanlega kreppu á evru-svæðinu þangað til eitthvað róttækt verður gert, t.d. brjóta upp myntsamstarfið.

Það gætu liðið nokkur ár þangað til áætlun um að bjarga samstarfi Evrópuríkja frá evru-svæðinu tekur á sig mynd. Í öllu falli verður Evrópusamband dagsins í dag ekki bjargað úr því sem komið er.

ESB-sinnar á Íslandi standa frammi fyrir mörgum töpuðum orustum í fyrirfram töpuðu stríði, ef þeir halda áfram baráttu sinni. Og vonandi gera þeir okkur þann greiða, - því einhvers staðar verða vondir að vera og hagkvæmt er að þeir séu undir eftirliti á einum stað.

 


mbl.is Tæpur þriðjungur Ítala við fátæktarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ber að skilja þetta þannig að það verði þá ekkert frá Ítölum í "pakkanum" þegar/ef við opnum hann?

Það eru komnir dálitlir mínusar í þessar væntingar okkar en bót í máli að Vottar ESB eru sannir og staðfastir í trúnni.

Árni Gunnarsson, 9.12.2013 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband