Sunnudagur, 8. desember 2013
Birgitta, leyndóið - kynskiptingur á alþingi?
Uppljóstrun leyndarmála í stjórnmálum og valdapólitík snýst nær alltaf um að leyndar upplýsingar afhjúpa opinbera lygi um hvernig þessi eða hinn atburðurinn gerðist. Af þessu leiðir þarf fútt að vera í þeim atburðum á að upplýsa með leynigögnum.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður pírata og Julian Assange stofnandi WikiLeaks eru komin í hár saman vegna upplýsinga um að mögulega hafi símar alþingis verið hleraðir á fjögurra mánaða tímabili veturinn 2009 til 2010. Samskiptin þeirra á milli sýna hégóma og aulahátt sem er alveg í samræmi við tilefnið. Birgitta er gefin fyrir ódýrt drama og Assange veltir henni upp úr því. Hún svarar með neðanbeltishöggi um að honum hljóti að leiðast vistin í stofufangelsinu.
Ísland er ekki stórpólitískur gerandi í alþjóðamálum. Veturinn 2009/2010 var hér við völd veik minnihlutastjórn VG og Samfylkingar sem vissi ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga. Ríkisstjórnin ýmist klúðraði málum (kosningum til stjórnlagaþings) eða tapaði (Icesave-kosningum).
Engin símtöl þingmanna, hvorki stjórnarþingmanna né þeirra í stjórnarandstöðu, gætu fyrirsjáanlega upplýst eitthvað sem hefur pólitíska eða sögulega þýðingu.
Símtölin gætu á hinn bóginn sagt eitthvað um persónulega hagi þingmanna. Til dæmis hvort einhver væri á leið í kynskiptiaðgerð. Alþjóð veit jú að það eru fleiri kerlingar á þingi en nemur tölu kvenkyns þingmanna. Og það væri í takt við annað í þessu eymdarmáli að slíkar upplýsingar færu á flakk. Birgitta gæti jafnvel gert úr því bíómynd.
Birgitta og Assange rífast á Twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver er kynskiptingurinn á Alþingi?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.12.2013 kl. 09:57
Birgitta hlýtur vita það og e.t.v aðrir þingmenn Hreyfingarinnar, þeir liðkuðu fyrir í stóra hlerunarmálinu á alþingi og hljóta að njóta ávaxtanna.
Páll Vilhjálmsson, 8.12.2013 kl. 10:46
Birgitta finnur sig knúna eðli málsins samkvæmt að gefa út yfirlýsingu um að hún viti ekkert um hlerunarmál Alþingis eða tölvuna sem fannst þar. Á sama tíma fullyrðir hún í hnútukasti á Twitter við Assange að hann hafi engar upplýsingar undir höndum - hvernig í ósköpunum getur hún vitað það ef hún veit ekkert. Eflaust var þetta fljótfærni í henni en óvarkárt og kemur ekki vel út.
Sólbjörg, 8.12.2013 kl. 11:14
OMG! Skúbbið er þitt, Páll. Nú fyrst sperrir maður eyrun.
Ragnhildur Kolka, 8.12.2013 kl. 16:00
Það er semsagt karlkelling á Alþingi sem vill verða kona. Og hann/hún var líka á þingi á síðasta kjörtímabili!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2013 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.