Laugardagur, 7. desember 2013
Samfylkingin, flokkur fyrir ólæsa
Ef stjórnmál væru barnaskóli með PISA-mælingu fyllti Samfylkingin kvóta ólæsra. Formaður flokksins, Árni Páll Árnason, beinlínis gerir út á fylgi þeirra sem kunna ekki að lesa. Ólæsi Samfylkingar felst í því að flokkurinn harðneitar að skilja einföldustu atriði ESB-ferlisins.
Evrópusambandið veitir viðtöku nýjum aðildarríkjum með ferli sem heitir á ensku ,,accession process" og er þýtt sem aðlögunarferli. Í enskri útgáfu ESB á ferlinu segir á bls. 9
The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.
Á íslensku: Hugtakið ,,viðræður" getur verið misvísandi. Aðildarviðræður eru með áherslu á skilyrði og tímasetningar á því hvernig umsóknarríki aðlagar sig að reglum ESB - sem telja 100 þúsund blaðsíður. Og þessar reglur (einnig kallaðar acquis, sem er franska og þýðir ,,það sem hefur verið samþykkt) er ekki hægt að semja um.
Árni Páll vill ekki skilja einföldustu atriði ESB-ferlisins og klifar á því í tíma og ótíma að hægt sé að fá samning til að skoða. Það er einfaldlega ekki hægt. Evrópusambandið býður aðeins upp á eina leið inn í sambandið og það er leið aðlögunar.
Evrópusambandið gerir ráð fyrir að stjórnmálaumræða umsóknarríkis hafi leitt til eindregins vilja til inngöngu áður en umsókn er lögð fram. Samfylkingin svindlaði á þessari meginreglu lýðræðisþjóða sumarið 2009 og knúði fram ESB-umsókn á alþingi þótt þjóðin væri mótfallin aðild.
Í stað þess að viðurkenna mistök sín og biðja þjóðina afsökunar þá hreykir Samfylkingin sér af svindlinu og krefst þess að almenningur tileinki sér flokkslegt ólæsi. Í kosningunum í vor svöruðu kjósendur ákalli Árna Páls og veittu flokknum 12,9 fylgi. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir samfylkingarólæsi.
Ekki til í ESB-aðild sama hvað það kostar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hin svokallaða aðlögun er heilbrigðismerki en ekki veikleikamerki. Vonandi ertu farinn að átta þig á því.
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur svo að berjast fyrir sinni stefnuskrá og leggja það í dóm þjóðarinnar hvort aðildaviðræðum verði fram haldið.
Jón Kristján Þorvarðarson, 7.12.2013 kl. 10:59
Páll. Ef þú hefðir lesið það sem sagt hefur verið um þetta meðal annars í athugasemdum á þinni eigin bloggsíðu þá vissir þú að allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa náð í gegn varalnegum breytingum á ESB reglum í þeim málaflokkum sem eru þeim mikilvægastar. Þá værir þú ekki að skrifa þessa þvælu um að ekki sé um neitt að semja aftur og aftur.
Sigurður M Grétarsson, 7.12.2013 kl. 21:54
Jón, dómur þjóðarinnar hafði ekki neitt með það að gera að nokkrum mönnum tókst að svindla og sækja um fyrir þjóðina. Það á bara að stoppa svona svindl og fáránlegt að tala um að kjósa um hvort svindli verði viðhaldið.
Elle_, 8.12.2013 kl. 00:59
og tveir ólæsir birtust strax !! En hvað marga hringi er ÁPA búinað hlaupa i kringum sjálfann sig og málefni ESB ??...það hlýtur að fara herða að hálsinum ,og styttast i bandinu !!!
rhansen, 8.12.2013 kl. 18:33
Nú fer maður að skilja niðurstöður PISA-lestrarprófsins.
FORNLEIFUR, 9.12.2013 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.