Föstudagur, 6. desember 2013
Fyrsti veturinn braut vinstristjórnina
Fyrsti vetur vinstristjórnar Jóhönnu Sig., þ.e. 2009 til 2010, gerði út af við möguleika hennar að ná tökum á pólitískri atburðarás kjörtímabilsins. ESB-umsóknin og Icesave-málið króuðu ríkisstjórn Jóhönnu Sig. af og hún náði engu frumkvæði það sem eftir lifði starfstíma hennar.
Vinstriflokkarnir ætluðu að nota kosningaloforð Framsóknarflokksins til að setja ríkisstjórn Sigmundar Davíðs í bóndabeygju og halda henni þar. Það tókst ekki þótt miklu hafi verið til kostað.
Tillögur ríkisstjórnarinnar um síðustu helgi um leiðréttingu vegna fasteignalána braut upp pólitíska vígstöðu stjórnarinnar og skóp sóknarfæri í upphafi fyrsta vetrar stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Um helmingur styður ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.