Karlar nauðga, konur roðna

Tvær greinar úr kynjaumræðunni í síðustu daga fá mörg ,,læk", einkum frá femínistum (tvær systur mínar meðtaldar). Í annarri greininni tengir Hrafnhildur Ragnarsdóttir nauðganir við launamisrétti og skrifar ,,Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því."

Í hinni greininni dregur Stefán Máni upp þá mynd að karlar séu frekir en konur roðni af vanmáttugri reiði þegar karl ryðst fram fyrir þær í biðröð.

Báðar greinarnar hamra á þeirri hugmynd að konur séu fórnarlömb en karlar frekir og ofbeldishneigðir gerendur. Í hvorugri greininni er reynt að renna stoðum undir glannalegar fullyrðingar um að stór hluti kvenna verði fyrir kynferðislegu ofbeldi annars vegar og hins vegar að konur sýni ,,þolinmæði og kyngja niðurlægingunni."

Staðalímyndir um konuna sem fórnarlamb og karlinn sem rudda þjóna kannski femínistasjónarmiðum en vinna jafnréttisumræðunni ógagn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband