Árni Páll auglýsir eigið hugleysi

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar þorði ekki að spyrja þjóðina hvort hún vildi að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin fékk ekki umboð þjóðarinnar til að sækja um aðild að Evrópusambandinu eftir þingkosningarnar 2009. Flokkurinn fékk innan við 30 prósent fylgi.

Í kosningunum 2009 var Samfylkingin eini flokkurinn með ESB-aðild á dagskrá. Árni Páll og Samfylkingin þorðu ekki að bera undir þjóðina hvort sækja ætti um ESB-aðild heldur var farin sú leið að beita VG pólitískri fjárkúgun til að knýja þingmenn VG að svíkja stefnu flokksins.

Hugleysi Árna Páls og Samfylkingar í Evrópumálum er langtímavandamál. Fyrir meira en áratug þorði flokkurinn ekki að spyrja flokksmenn sína hreint út hvort gera ætti ESB-aðild að stefnumáli. 

Hugleysisspurning forystu Samfylkingar til flokksmanna sinna haustið 2002 var eftirfarandi

Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?

Þessi moðsuða er hornsteinn Evrópustefnu Samfylkingar og ekki furða að málið allt er í tómu klúðri.

Á landsfundi flokksins í nóvember 2003 var samþykkt að skipa nefnd um Evrópumál. Verkefni nefndarinnar var í fjórum liðum. Annar liður er eftirfarandi: „Skilgreina ítarlega hver helstu samningsmarkmið Íslendinga ættu að vera í aðildarviðræðum við Evrópusambandið með hliðsjón af stækkuðu Evrópusambandi."

Ekkert hefur heyrst um samningsmarkmið Íslendinga enda þorir Samfylkingin ekki að leggja spilin á borið og útskýra hvað felst í því að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

 


mbl.is Reyna að láta ESB slíta viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband