Evrópustofa: IPA-stykir ekki háðir ESB-aðild

,,Vissir þú að IPA-styrkir eru ekki háðir aðild að ESB?" Þannig spyr Evrópustofa og svarar þessari ,,flökkusögu um ESB" á þennan veg

IPA-aðstoð (e. Instrument for Pre-Accession) miðar að því að veita umsóknarríkjum og mögulegum umsóknarríkjum aðstoð við að uppfylla þau skilyrði sem ríki þurfa að standast til að gerast aðilar að ESB, svokölluð Kaupmannahafnarviðmið. IPA stuðningur stendur þeim ríkjum til boða sem eiga í samningaviðræðum við sambandið um aðild eða eru að undirbúa slíkar samningaviðræður. Stuðningurinn er veittur óháð því hvort ríki ákveði að loknum viðræðum að ganga í sambandið eða ekki.

Með því að afturkalla styrki sem búið var að semja um staðfestir ESB að IPA-styrkir voru mútufé til að ,,smyrja" aðlögunarferlið.

Evrópustofa er áróðursmiðstöð ESB á Íslandi með það verkefni að gera Íslendinga handgengna Evrópusambandinu. Með öllum tiltækum ráðum.

 

 

 


mbl.is Viðsnúningur ESB óskiljanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta fer að verða ansi skondið og satt að segja er þetta mál að troða mútum ofan í kokið á jásinnum, svo það verður æ erfiðara fyrir þá að reyna að telja okkur trú um að hér sé "kíkja í pakka" dæmi.  Og að góða ESB sé bara að hugsa um okkar velferð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 20:32

2 Smámynd: Elle_

Og tókuð þið eftir að mútustofa kallar þetta blekkingarorðinu samningaviðræður?  Hvaða samningar ættu svo að vera fólgnir í einhliða fyrirskipunum þar sem ein hliðin verður að lúta hinni?

Elle_, 5.12.2013 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband