Drengir afmenntaðir og allir þegja

Yfir sex af hverjum tíu háskólanemum er konur. Í meistara- og doktorsnámi eru konur til muna fjölmennari en karlar. Á lægri skólastigum standa drengir höllum fæti, þeir skilja texta verr og eru lélegri í stærðfræði.

Afmenntun drengja hefur staðið yfir lengi og öllum er hjartanlega sama. Það er engin umræða um síversnandi stöðu drengja í samfélaginu.

Nærfellt öll ,,kynjaumræða" í samfélaginu gengur út á að konur séu fórnarlömb, hvort heldur rætt er um laun eða kynlífsbrot. Á meðan heldur veikara kynið að sökkva neðar í ómenningarlega afkima samfélagsins þar sem lestur er eitthvað ofan á brauð.


mbl.is Færri í framhaldskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvort eru fleiri drengir eða konur í tölvuleikjaframleiðslu og vinnslu með tölvur?  Já það eru drengir, það er óþarfi að fara á límingum yfir þessum fréttum, því það er bara einfaldlega vitlaust gefið að mínu  mati.  Og strákarnir eru furðu klárir á allt sem lýtur að netinu þó það sé sagt að þeir kunni ekki að lesa eða skrifa, einhvernveginn pluma þeir sig vel.  Svo það er ekki lesskilningur eða leshæfni sem þá vantar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 17:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það sem er að gerast er að konur eru farnar að líta á menntastofnanir sem hægt er að fá námslán út á að vera í, sem framfærsluúrræði. Það er að segja, þær fá ekki vinnu eða nenna ekki að vinna, en geta og nenna verið í skóla á námslánum.

Á vef hagstofunnar eru vægast sagt mjög ógnvekjandi upplýsingar um þessa þróun. Úr þeim má lesa að íslendingar eru að sóa gríðarlegum fjármunum í að mennta konur sem að líkindum verða aldrei annað en heimavinnandi húsmæður.

Guðmundur Jónsson, 4.12.2013 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband