Hreinn breytir framburði sínum um Davíð og sporlausu peningana

Nýjasta útgáfa Hreins Loftssonar stjórnarformanns Baugs um alræmdan fund hans og Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra í London er ólík upphaflegu frásögninni sem Fréttablaðið birti. Í fyrstu útgáfunni vissi Davíð um tilvist Jóns Geralds Sullenberger áður en hann kom fram sem kærandi í Baugsmálinu. Í framburði fyrir rétti og viðtölum við fjölmiðla í gær var áherslan á að forsætisráðherra hefði skapað andrúmsloft óvildar í garð Baugs.

Það er verulegur munur á því hvort forsætisráðherra hafi nánast handstýrt aðgerðum lögreglu gegn Baugi eða látið miður falleg orð falla um fyrirtækið. Breyttur framburður stjórnarformanns Baugs er vísbending um þjakaða samvisku.

Baugsmálið varð að pólitískri sprengju þann 1. mars 2003 þegar Fréttablaðið birti fjögurra dálka forsíðufrétt með fyrirsögninni Óttuðust afskipti forsætisráðherra. Fréttin gekk út á það að Davíð Oddsson hefði staðið á bakvið lögreglurannsókn á Baugi sem hófst árið áður. Rökin fyrir þeirri ásökun voru þau að á fundi sem Hreinn Loftsson átti með Davíð í London veturinn áður hafi forsætisráðherra nefnt nafn Jóns Geralds Sullenberger, en þessi fyrrum viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs var upphaflegi kærandinn í málinu.

Davíð kvaðst í fjölmiðlaviðtölum aldrei hafa heyrt nafn Jóns Geralds fyrr en það kom í fréttum. Og núna virðist Hreinn Loftsson ekkert á því heldur, samanber fréttaflutning af framburði hans fyrir rétti í gær. Raunar kom Hreinn sjálfur ekki fram í Fréttablaðinu með ásökun um að Davíð hafi þekkt til Jón Geralds. Eina munnlega heimildin sem var vitað til í Fréttablaðinu um fundinn í London var, merkilegt nokk, Jón Ásgeir. Hér er tilvitnunin:

Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið að hann gæti staðfest það eitt að Hreinn hefði gert stjórn Baugs grein fyrir fundinum með Davíð þar sem Jón Gerald Sullenberger hefði borið á góma.

Enginn annar hefur staðfest þessi orð Jóns Ásgeirs. Tveir stjórnarmenn í Baugi, sem þá var almenningshlutafélag, Guðfinna Bjarnadóttir rektor Hskólans í Reykjavík og Þorgeir Baldursson forstjóri Odda, sögðu sig úr stjórn Baugs í beinu framhaldi af þessum orðum Jóns Ásgeirs og létu hann sitja einan uppi með þau. Hreinn klóraði í bakkann með eiganda sínum og talaði um að hann myndi óljóst eftir því að Davíð hefði nefnt einhvern Jón Gerhard en gafst fljótlega upp á því og vildi eyða málinu. En það er eins með töluð orð og tapaðan meydóm, hvorugt verður aftur tekið.

Í framhaldi af atlögu Fréttablaðsins kom það á daginn að á fundinum í London bauð Hreinn Loftsson forsætisráðherra 300 milljónir króna mútugreiðslu. Davíð lýsir málsatvikum í viðtali við Morgunblaðið 4. mars 2003.

Ég bað Hrein að segja mér þetta tvisvar og hann gerði það. Þegar hann sá minn mikla undrunarsvip, því mér var mjög brugðið, þá sagði hann: Ég sagði nú reyndar við Jón Ásgeir að hann þekkti ekki forsætisráðherrann, það þýddi ekkert að bera á hann peninga. Þá svaraði Jón Ásgeir: Það er enginn maður sem stenst það að vera boðnar 300 milljónir króna inn á hvaða reikning sem er, sporlausa peninga.

Í fjölmiðlaviðtölum neitaði Hreinn því ekki að hafa nefnt við Davíð mútufé upp á 300 milljónir króna og haft það tilboð eftir forstjóra Baugs en sagði jafnframt að Jón Ásgeir hafi talað í hálfkæringi þegar hann reifaði tilboðið um sporlausu peningana.

Víst er að fundurinn í London var ekki haldinn í neinum hálfkæringi og sá sem trúir orðum Hreins Loftssonar trúir líka á tannálfinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

°fer að líkjast réttarhöldum yfir ÓJ simpson, hver hefur bestu lögfræðingana??????? held að baugur hafi yfirhöndina með lögfræðingana,

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:39

2 identicon

Einhver hefur nú farið mjög illa út úr samskiptum sínum við sturtubotninn áður en hann skrifaði alla þessa steypu! LOL!

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:49

3 identicon

Hvað er að því að trúa á tannálfinn?  Annars finnst mér þessi grein þín Páll bera vott um mikla hlutdrægni og ert þú því mjög hlutdrægur fréttamiðill.  Það væri kannski hægt að kalla þig "Ríkisstjórnarmiðil" því skoðanir þínar bera vott um mikla elsku í garð ráðamanna Sjálfstæðisflokksins.

Ég veit ekki um aðra en ég tek mann sem hraunar yfir einstæðar mæður í annarlegu reiðiskasti ekki trúanlegan.  Allt sem Davíð segir er bull í mínum eyrum.  Það sama á við um Geir Harða sem um daginn notaði málfrelsis rétt sinn um daginn til þess hrauna yfir óharðnaðar byrgis-stúlkur.

Þú hlutdrægur ríkisstjórnar-miðill Páll minnist ekkert á það að Sigurður hjá Kaupþing gat ekki borið af sér að hafa verið beittur þrýstingi varðandi lánveitingar til Baugs vegna erlendrar útrásar.  Það væri gaman að vita hvað Baugsmenn hafi gert þér.  Það þarf trúlega ekki annað en að þeir hafi reynt að sverta þinn heilaga foringja sem allir sjálfstæðismenn virðast snúast á sveif með ef eitthvað bjátar á.  Foringjahollusta er víst orðið og hún er ansi rík í ykkar herbúðum.

Valur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:13

4 identicon

Mér sýnist Davíð hafa misst Val á hausinn í æsku. Það er vesælustu kommatittum eins auðvelt og að drekka vatn að ljúga upp á fólk og svo lepja þeir lygarnar upp hverjir eftir öðrum.

Þessi barnalegi áróður gegn Geir Haarde er lýsandi fyrir þetta. Þessar konur sem hann talaði um urðu allar óléttar eftir menn sem þær voru (og eru) í föstu sambandi við. Geir benti einfaldlega á að hugsanlega var það ekki vegna vistarinnar á byrginu að þær urðu óléttar frekar en það væri vegna New York borgar sem Brooklyn Beckham fæddist (versta samlíking sögunnar komin, takk fyrir).

Þessu hafa taugaveiklaðir vinstri menn snúið upp í kvenfyrirlitningu og eins og sést á skrifum Vals er þessu fólki varla viðbjargandi, enda telur margt þeirra Geir og Davíð fullkomna holdgervinga illsku. Því þó Ísland sé besta land í heimi til að búa í er það samt versta land í heimi.

Björn Berg Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:44

5 identicon

Það sem er merkilegast við þetta allt er að Baugur hefur alltaf einhverja málsvara. Það er ekki ónýtt að hafa alla vinstri hliðina í þjóðfélaginu með sér í liði og má segja að Baugur hafi spilað þetta má sniðuglega.
Það er nefnilega enginn vafi á að Baugur stillit þessu upp sem pólitísku máli í gegnum fjölmiðla sína til þess að hafa vernd og afla sér fylgismanna: "Ef einhver agnúast út í okkur þá er það plott úr Valhöll." Og vinstri mennirnir spila með og láta nota sig eins og gólftuskur. Gott hjá þeim.

G (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:24

6 identicon

 Ef það er satt að Davíð hafi verið boðnar mútur þá er það alvarlegt mál og þá jafn alvarlegt að þegja yfir því í allan þennan tíma eins og Davíð gerði. Það kallast að hylma yfir glæp. Davíð var forsætisráðherra þegar þetta átti að hafa gerst og því er það ekki hans einkamál ef honum hafa verið boðnar mútur. Það er aðför að íslensku samfélagi ef forsætisráðherra þess eru boðnar mútur.

Davíð gagnrýndi Jón Baldvin fyrir að hafa ekki minnst á það við sig, samstarfsmann sinn í ríkisstjórn, að verið væri að hlera síma hans. Sagði Davíð Halldóri frá því að honum hafi verið boðnar mútur? Af hverju þagði hann? Var það út af því  eins og Hreinn Loftsson hefur sagt að þetta var sagt í hálfkæringi og þess vegna ekki hægt að taka sem eiginlegri mútun?

Kristján Hafberg (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:27

7 identicon

Takk fyrir að leiða okkur niður í sandkassann Björn Hrossaskítur

Hvernig á maður að svara þessu... hmmmm.  Þú ert sjálfur asni

Valur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:25

8 identicon

Ég sá ljósið,  fór í dökku jakkafötinn og fékk mér blátt bindi.  Nú er ég abyrgur sjálfstæðismaður.  Mér er sama um einstæðar mæður og mæðrastyrksnefnd.  Ekki draga mig til ábyrgðar því ég er mikilvægur hlekkur í þjóðfélaginu. 

Það er best að vinir Dóra sjái um fylliraftana, það skiptir ekki máli hvað verður um þá.  Það getur ekki orðið verra en það var.  Hendum í þetta ríkisstyrkjum svo þeir geti stundað BDSM útí sveit á kostnað þegnana.  Það þarf engin að vita af þessu.  

Ég er nú einu sinni ómissandi í þjóðfélaginu.  Ef ég myndi ekki stjórna þá myndu hinir taka við.  Þessir sem eru jafnvel í rauðum fötum... pufff!!  Ekki viljið þið það?  Ég er ábyrgur og fékk bók frá Ronald Regan.  Ég kann að tala við kanann.  Kjósið mig!  Ég þekki rétt frá röngu. 

Heildsalarnir eru vinir mínir þeir okra kannski aðeins en það skiptir ekki máli.  Þetta fer allt í réttar hendur á endanum.  Við þurfum peninga í kosningasjóði okkar.  Ekki hlusta á Baug, Bónus smyr svo mikið á vínberinn.  Þetta var allt mikið betra hérna áður en lágvöruverslanirnar komu.  Götustrákar! Götustrákarnir eyðulögðu þetta!

Valur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:47

9 identicon

Alrangt hjá þér Páll, að ég hafi breytt framburði mínum.  Davíð nefndi bæði nafn Jóns Geralds og Nordica á fundi okkar í Lundúnum 26. janúar 2002.  Í réttinum í gær gat ég þess að um þetta atriði væri ágreiningur á milli mín og Davíðs.  Ég þekkti ekki manninn áður en ég hitti Davíð og hélt að hann héti Jón "Gerhard" en þannig var hann nefndur af Davíð á fundinum.  Þetta var leiðrétt nokkrum dögum síðar þegar ég hitti þá Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson.

Hreinn Loftsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:23

10 identicon

Og eitt enn fyrst ég er að svara þér á annað borð.  Davíð Oddssyni voru aldrei boðnar mútur eða tilraun gerð til þess að bera á hann mútur á fundi okkar í Lundúnum, 26. janúar 2002.  Leyfi ég mér í eitt skipti fyrir öll að mótmæla þessari aðdróttun þannig að þau mótmæli liggi fyrir á þessari síðu.

Hreinn Loftsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:38

11 identicon

Nú lýst mér á það. Baugsmenn farnir að nýta sér Ekki-Baugsmiðla líka í áróðursstríðinu!  

G (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:04

12 identicon

Mér finnst alveg merkilegt með þessa sjálfstæðispésa sem eru með skafrenninginn fastan í nefinu.  Ef einhver hneykslast á framferði þeirra æðstu manna í þessu máli þá eru þeir í hinu liðinu!  Punktur!  Ef þú ert ekki á sömu skoðun og ég þá ertu Baugsmaður.

Ég hélt einmitt að það væri hlutverk okkar þegnanna að gagnrýna framferði þeirra starfsmanna sem eru kosnir til ábyrgða.  Ef ráðamenn nota vald sitt til að nýðast á fyrirtækjum í landinu, hvað sem þau heita, þá er það samfélagsleg skylda þegnanna að gagnrýna það framferði! En svo eru til litlir pappa strákar eins og "G" og "Björn Berg" sem verja þessa siðlausu hunda fram í rauðan dauðan.  Ef Björn Berg er þversnið af þeim sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá eru 40% þjóðarinn einstæðir karlmenn sem búa ennþá hjá feðrum sínum og tuða um Baugsmiðla um leið og heilbrigð gagnrýni kemur fram.

Annars geta Sjálfstæðismenn andað léttar.  Gamla góða ritskoðuninn er að komast á aftur.  Nú er verið að þagga niður í síðustu röddum samfélagsins.

RÚV - Ríkisstjórnarmiðill

MBL - Málgagn Sjálfstæðisflokksins

Fréttablaðið - Þorsteinn bjargaði því

Blaðið - Blátt í gegn

Stöð 2 - FJAND#$%%&&$ Þurfum að redda þessu einhvern vegin!  Það má ekki gagnrýna okkur í fjölmiðlum.  Baugs"#%"&%

Valur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:24

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Það sem ég skil ekki í þessu máli er að Hreynn Loftsson var mikilsmetinn sjálfstæðismaður og hægri hönd Davíðs Oddssonar. Hvað gerði...."

Orð að framan frá Andra Sigurðssyni.

Eru það ekki peningar Andri. Hreinn er ekki eins hreinlyndur og nafn hans bendir til.

Mér þykir til þess koma að hann þ.e. Hreinn skuli vera farinn að svara á blog.is sem segir mér frekar en margt annað hversu marktækur Páll Vilhjálmsson er.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2007 kl. 15:11

14 identicon

"Mér þykir til þess koma að hann þ.e. Hreinn skuli vera farinn að svara á blog.is sem segir mér frekar en margt annað hversu marktækur Páll Vilhjálmsson er." - Orð frá Heimi L. Fjeldsted

Já, hann er svo marktækur að Hreinn þurfti að marg leiðrétta rangfærslur úr texta hans.  Það er öllum sama um þessi réttarhöld nema kannski Páli og félögum sem eru desperet að reyna að réttlæta herferð foringja sinna.  Ég held að meginparturinn af þessum svörum hér byggist á því hvernig Páll kynnir sig sem "Ekki Baugsmiðill".  Hann fjallar sem sagt hlutlaust um öll mál nema Baugsmálið og allt sem tengist Baugi.  Þeir sem taka upp málstað hans eru svo einhleypingarnir sem stelast í tölvur feðra sinna með bláu höndina að vopni

Valur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:22

15 identicon

Þessar færslur þínar Páll um Baugsmálið eru dapurlegar fyrir sjálfan þig. Hvaða einkaherferð er þetta gegn þeim? Svona rétt eins og herferð ýmissa ráðamanna. Hreinn Loftsson hefur leiðrétt þínar rangfærslur enda ekki vanþörf á.  Hvað varðar ýmsar aðrar færslur hér, þá dæma þær sig sjálfar eins og frá Heimi, um hreinlyndi vegna nafnins. Alltaf vafasamt þegar rökþrota einstaklingar gera sér ofmat vegna eiginnafna fólks. Menn verða ekki marktækir þó nauðsynlegt reynist að svara þeim!

Og athugasemdir Andra (orðið Hreinn er ekki með ypsiloni !!). Endilega hafðu stafsetningarorðabók við hendina !

kveðja Gísli, ekki starfandi fyrir Baug !

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:28

16 identicon

Er nokkuð athugavert við að Baugur fái aðhald? Er þetta félag ekki orðið valdameira en Íslenska ríkið?

Gísli - mér finnst dapurlegt hjá þér að gagnrýna Pál fyrir að nýta sér rétt sinn til málfrelsis, meira að segja líklega án þess að honum sé borgað fyrir það. Svo í setningunni á eftir bætir þú við órökstuddum dylgjum: "Svona rétt eins og herferð ýmissa ráðamanna." Ég held að þú ættir að líta þér nær áður en þú ferð að agnúast út í aðra.

Ef er innláttarvilla hjá mér í textanum, þá biðst ég velvirðingar á því. ;-)

G (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:59

17 identicon

Mér sýnist nú Baugur fá meira en aðhald, herra/fröken G ! Þeir fá rannsókn sem staðið hefur yfir í 5-6 ár ! Allt borgað af skattfé borgaranna! En hefur engu skilað, skrýtið ? Mér sýnist þú reyndar sletta fram ýmsum órökstuddum dylgjum í þínum færslum. Ætli Ríkislögreglustjóri hafi ekki samþykkt húsleit, hann er ráðamaður ! Það er dómsmálaráðherra líka sem tjáð hefur sig um málið og sagt það EKKI vera búið ! Ég er ekki að gagnrýna Pál fyrir málfrelsið, heldur þessi leiðindi eins og "sá sem trúir því sem Hreinn segir, trúir á tannálfinn". Það er dapurlegt, líka þessi heift í þeirra garð! Nú trúi ég því sem Hreinn segir og finnst það skýrt og skilmerkilegt. Það er mitt frelsi !

Ég þarf ekkert að líta mér nær um þetta mál, enda ekki þátttakandi í málinu. Innsláttarvillur eru fyrirgefnar af minni hálfu !

kveðja Gísli

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:17

18 Smámynd: Snorri Bergz

Merkilegt að kalla Pál eins konar málpípu Sjálfstæðisflokksins (ef ég hef skilið þetta rétt, það sem sagt var hér að ofan). Mig minnir, að hann hafi bara rétt nýlega sagt sig úr Samfó? Ég hef alltaf talið Pál vera gamlan allaballa, sem nú hefur flosnað upp úr Samfó. Vinsamlegast leiðréttið mig ef þetta er rangt. En ég veit ekki til að Páll hafi nokkru sinni verið í Sjálfstæðisflokknum. Kannski veit ég bara svona lítið.

Snorri Bergz, 27.2.2007 kl. 17:20

19 identicon

Valur er augljóslega ekki mínútunni eldri en 15 ára en ég hrósa honum samt fyrir það að skrifa undir fullu nafni svo að við sjáum hvaðan þetta er að koma.

Ég held að Páll hitti naglann á höfuðið í pistli sínum. Það er svo fyndið að sjá vinstrimenn sameinast í hatrinu á Davíð.

Sævar (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:21

20 identicon

Gísli nokkur Tryggvason skrifar athugasemd hér ofar. Er Gísli þessi kannski svokallaður umboðsmaður neytenda eða bara nafni hans.

Þessi skoðanaskipti eru verulega skemmtileg hjá ykkur. mér finnst samt að Hreinn Loftsson ætti að stofna sitt eigið moggablogg því hann er svo duglegur að commenta. 

Ármann (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:39

21 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég þakka umræðuna. Mig minnir að ég hafi skrifað fyrstu Baugsgreinina í framhaldi af Fréttablaðsfréttinni 1. mars 2003. Eftir að það var upplýst sumarið 2003 að Baugur ætti Fréttablaðið, og hafði átt það frá endurreisn blaðsins úr gjaldþroti 2002, gerði ég það að verkefni að andæfa veldi Baugs, einkum á fjölmiðlamarkaði. Mér finnst Baugsveldið hafa misnotað samfélaglegt vald sitt og breytti samkvæmt því.

Það er rétt hjá Snorra að ég er gamall Alþýðubandalagsmaður og stofnfélagi í Samfylkingunni en sagði mig úr flokknum sl. áramót. Afstaða Samfylkingarinnar til fjölmiðlafrumvarpsins hafði áhrif og fleiri atriði en Evrópustefna flokksins réði úrslitum.

Má ég svo biðja höfunda athugasemda að gæta eilítið meira hófs í ummælum sínum. Sjálfur á ég það til að vera stóryrtur og vil gefa sem allra mest svigrúm til að menn geti tjáð sig. En eihversstaðar þarna eru mörk sem helst má ekki fara yfir. Þeir sem kjósa að skrifa undir dulnefni ættu að athuga þetta sérstaklega.

Seinna í dag ætla ég að komast í að svara Hreini Loftssyni efnislega - og af háttvísi.

Páll Vilhjálmsson, 27.2.2007 kl. 18:09

22 identicon

Ja ja thetta er allt ad geraa sig

joninaben (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:40

23 identicon

Nei ég er ekki umboðsmaður neytenda þó ég heiti þessu nafni. En væri það verra? Snorri Bergs segir merkilegt "að kalla Pál málpípu Sjálfstæðisflokksins"? Vonandi er hann ekki að vísa í mín skrif þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einu sinni nefndur á nafn. Það skiptir engu máli í þessu samhengi hvað menn hafa kosið eða í hvaða liði þeir eiga að teljast.

Ég talaði um einkaherferð já. Ef fólki finnst það óhóf, þá biðst ég forláts. Mér hefur hinsvegar fundist umræða Páls um Baug og tengda aðila vera full heiftug og stundum ómálefnaleg. Sbr. sum ummælin í grein hans. En sammála er ég Páli að fólk skuli gæta hófs og að fólk skrifi undir fullu nafni.

kveðja Gísli

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:29

24 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Góður brandari þetta. Ef það er raunverulega joninaben að senda þessi skilaboð á ekki að birtast skráning hennar, hún er jú hér á blogginu?

Páll Vilhjálmsson, 27.2.2007 kl. 20:32

25 identicon

Ad  Hreinn aetli ser ad  geri litif ur Birni er med olikindm.Bjorn er sa madur sem hefur sed i gegum sukkid og stendu ohaggdur og an ti solu. Ef Sjlafstaedisflokksfolk ser ekk styrk domsmalararadherra ma thad eiga sig.

Thad eru aumar salir.!! til solu hja Ara og Thorsteini.

jon-ben

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:33

26 identicon

Ad  Hreinn aetli ser ad  geri litif ur Birni er med olikindm.Bjorn er sa madur sem hefur sed i gegum sukkid og stendu ohaggdur og an ti solu. Ef Sjlafstaedisflokksfolk ser ekk styrk domsmalararadherra ma thad eiga sig.

Thad eru aumar salir.!! til solu hja Ara og Thorsteini.

jon-ben

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:34

27 Smámynd: Snorri Bergz

Nei, Gísli, ég var að vísa í skrif íslenskufræðingsins Andra hér að ofan: "Páll, sjálfskipaður varðhundnur Davíðs Oddssonar og sjálfsæðisflokksins. Sad sad sad." En hvað er "sjálfsæðisflokkur", er það eitthvað dónó?

Snorri Bergz, 27.2.2007 kl. 21:03

28 identicon

Ok sé það nú. Þetta er ótrúlegt nýyrði :). Sér í lagi ljósi "ráðstefnu" sem var afturkölluð. Við skulum vona að Net-löggan innsigli ekki síðuna hans Páls  

kveðja Gísli

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 21:20

29 identicon

Davíð Oddson, ég mun minnast hans sem manninum sem sletti Írösku blóði á hendur okkar herlausu Íslendinga fyrir málstað sem stendur fullur af mengun og kakkalökkum. Manninum sem gekk inn í banka, dró allt fé sitt út til þess að mótmæla ofurlaunum bankamanna, táknrænt fyrir daginn í dag. Manninum sem ásakaði einkarekið fyrirtæki um mútur stuttu áður en upphófust 5 ára málaferli.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 21:41

30 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég spyr nú bara, af hverju þurkar þú ekki þennan Óskráða Val sóðakjaft út úr þessum annars ágætu ahugasemdum?

Sigfús Sigurþórsson., 28.2.2007 kl. 01:21

31 identicon

Ég vil benda "Partners" vinsamlegast á að lesa allar athugasemdir.  Fyrsta athugasemdin sem ég skrifaði var málefnaleg og endurspeglaði mín sjónarmið á hlutunum.  Hins vegar fékk ég mjög ómálefnaleg skítkastsvör til baka.  Ég hef ekki skrifað áður á þessa síðu þannig að ég tók því þannig að svona gengu hlutirnir fyrir sig hér.  Enda gaf greinarhöfundur svo sem tónin með órökstuttum dylgjum í grein sinni.  Þú uppskerð eins og þú sáir það er nokkuð ljóst.

Varðandi "sóðakjafts athugasemdina" þá sýnist mér þú hafa lagst niður á sama plan.  Partners... hvaða nafn er það?  Er þetta þá Partners sóðakjaftur.  Velkomin í hópinn!

Valur (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:15

32 identicon

Ég er hvorki með eða á móti Baugsmönnum, heldur vill sjá réttláta málsmeðferð og niðurstöður. Miðað við gang mála eins, og ég les það í Fréttablaðinu, þá eru Baugsmenn að tapa þessu seinna Baugsmáli smá saman, þrátt fyrir sinn glæsilega her lögfræðinga og sérfræðinga sem þeir hafa keypt til að heyja orrustu sína. T.d. er það mjög slæmt ef endurskoðandi Baugsmanna vissi ekki um kaupréttarsamninga, þegar Jón Ásgeir er búinn að fullyrða að það hafi allt legið á borðum hjá KPMG. Baugsmenn hafa sýnt okkur að með nógu miklum peningum og eign á fjölmiðlum er hægt að kaupa almenningsálit hjá stórum hluta þjóðarinnar (burt séð frá því hvort þeir eru sekir eða saklausir), allir eru búnir að fá nóg því að miðlar þeirra hafa troðið fréttum af þessu ofan í okkur dag og nótt.Svo er það líka slæmt að ákæruvaldið getur ekki skrifað ákærur sem eru tækar fyrir dómi, saman ber fyrri hluta Baugsmálsins. Sá hluti varð ónýttur. Við verðum að gera kröfu til vandaðri vinnubragða hjá ákæruvaldinu en þetta.

Jón

Jón (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband