Mánudagur, 2. desember 2013
Árni Páll er á móti millistéttinni
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar leggst á sveif með erlendum kröfuhöfum föllnu bankanna og leggur sig fram um að tortryggja áætlun ríkisstjórnarinnar að endurreisa millistéttarheimilin á Íslandi.
Samfylkingin fékk fjögur ár, 2009 til 2013, til að koma til móts við Millistéttar-Jón og Gunnu en gerði ekkert til þess. Núna þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs reisir loksins skjaldborgina um meðalheimilið í landinu þá leggur formaður Samfylkingarinnar sig fram um að ónýta málatilbúnaðinn.
Hverra erinda ganga Árni Páll og Samfylkingin?
Krefst svara um leiðréttingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Árni Páll vann ötullega fyrir bankana í síðustu ríkisstjórn. Þó dómstólar hafi reyndar hafnað hans vinnu að stærstum hluta. En krötum og kommum virðist gremjast það að venjulegt fólk sem hefur getað staðið í skilum fái einhverja leiðréttingu á ofvexti vaxta eftir hrun.
Hreinn Sigurðsson, 2.12.2013 kl. 19:21
Hefur einhver sakað ÁPÁ um að ganga erinda millistéttiarinnar - held ekki.
Óðinn Þórisson, 2.12.2013 kl. 21:02
Á kjörtímabilinu 2009 til 2013 voru skuldir heimilanna færðar niður um 211 milljarða króna. Að auki voru greiddar 74 milljarðar í vaxtabætur til heimilanna. Aðgerðin til að koma til móts við skuldug heimili var því um 285 milljarðar en nú er talað um 80 miljarða á fjórum árum
Guðmundur Ingólfsson, 2.12.2013 kl. 21:10
Flokkur ÁP er á móti almenningi og heimilum (og fullveldi og lýðræði). Fylkingin barði hart á skuldugu fólki og við að leggja niður millistéttina þar til honum var með Evrópumeti hafnað í apríl '13. ICESAVE var liður í hatrinu. Þau eru líka ófær um að smala köttum.
Elle_, 3.12.2013 kl. 00:59
@Guðmundur Ingólfsson.
Stór hlut af þessari upphæð, 211 milljarðar, er tilkominn vegna íhlutunnar dómsstóla vegna gengistryggðra lána. Það er rétt að halda því til haga að síðasta stjórn lagði nokkuð á sig við að reyna að koma í veg fyrir að sú leiðrétting næði alla leið til lántakenda.
Benedikt Helgason, 3.12.2013 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.