Er íslenska eyðsluklóin endurhæfð?

Til skamms tíma þótti sjálfsagt að ,,fjárfesta" í nýjum bíl þótt kortaheimild hvers mánaðar væri nýtt í botn og gengið hressilega á yfirdrátt launareikningsins. Íslenska eyðsluklóin fann sér réttlætingu á óráðssíunni, stundum með því að vísa í Jóa nágranna sem eyddi hægri og vinstri þótt húsið væri í Lögbirtingi eða óskhyggju um hærri laun eða meiri yfirvinnu.

Bílaumboðin tóku að bjóða kaupleigu á bílum til að koma til móts við óreiðufólkið. Eitthvað virðist vera rofa  til í heilabúi íslenska neyslusjúklingsins og hann ekki eins ginnkeyptur fyrir kjánaeyðslu og áður.

Það að er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta betur bílana okkar. Bæði sparar það gjaldeyri og er atvinnuskapandi fyrir bílaverkstæðin.


mbl.is 39,7% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var einmitt að eignast minn bíl um daginn, eftir nokkur ár.  Það var ánægjulegt að fábréf upp á það frá umboðinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2013 kl. 16:19

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ef menn sníða sér stakk eftir vexti þá er það alltaf jákvætt. Og ef ég á ekki efni á nýjum flottum bíl þá er ég á gömlum. Og ennþá betra er að sleppa bílnum og nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga meira, ef maður getur.

Úrsúla Jünemann, 2.12.2013 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband