Vinstriflokkarnir og bankaauðvaldið gegn heimilunum

Tillögur ríkisstjórnarinnar að sækja peninga til bankanna til að leiðrétta skuldir heimilanna bitna hart á Samfylkingu og VG. Vinstriflokkarnir eru komnir í bandalag með fjármálastofnunum og erlendum kröfuhöfum þegar þeir mótmæla tillögum ríkisstjórnarinnar.

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. sveik almenning i landinu en hægristjórn Sigmundar Davíðs efnir loforðin um skjaldborg fyrir heimilin. Á þessa leið er greining Lilju Mósesdóttur, sem Steingrímur J. flæmdi úr þingflokki VG á síðasta kjörtímabil.

Samfylkingin vonaðist til að skapa sér sóknarfæri með því að tillögur ríkisstjórnarinnar yllu óróa í samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Um helgina varð strax ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir stóðu báðir heilir og óskiptir að skuldaleiðréttingunni. Meira að segja Vilhjálmur Bjarnason þingmaður dró strax í land aðfinnslur sínar.

Vinstriflokkarnir standa berskjaldaðir í bandalagi með erlendum kröfuhöfum og bankaauðvaldið að berjast gegn hagsmunum heimilanna.


mbl.is Rýri eignarhlut ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að það þurfi lítið sem ekkert að bæta við pistil Lilju Mósesdóttur nema kanski að skömm fyrrverandi Ríkisstjórnar mun lifa um aldur og æfi.

Að hugsa sér að vinstrimenn halda meira um bankaelítuna og sama og ekkert um hinn almenna borgara.

Hvar og hvenær fór vinstrilestinn, so to speak, út af járnbrautarteinunum?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 2.12.2013 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband