Sunnudagur, 1. desember 2013
Vestrænar þjóðir eiga ekki heima í ESB
Evrópusambandið er bandalag meginlandsþjóða. Landfræðileg og söguleg rök hníga til þess að meginlandsríkin finni sér sambandsgrundvöll. Allt önnur rök sníða eyþjóðum stakk í alþjóðasamskiptum.
Bretland, Færeyjar, Ísland, Grænland eiga ekki heima í Evrópusambandinu. Eina ástæðan fyrir því að Írar lafa þar inni er að þeir líta á Evrópusambandið sem móteitur við breskum yfirráðum.
Eyþjóðirnar á Norður-Atlantshafi eru vestrænar, með sterk söguleg og menningarleg tengsl til Ameríku. Meginlandsþjóðirnar eru meira uppteknar af samskiptum í austurátt, samanber glundroðann vegna Úkraínu og Rússland. Fyrir eyríkin eru Úkraína, Hvíta-Rússland og Rússland önnur heimsálfa. Þá bankar Tyrkland á dyr Evrópusambandsins og æskir inngöngu á landfræðilegri forsendu.
Vestrænu eyþjóðirnar og austrænu meginlandsþjóðirnar eru tveir aðskildir heimar sem ekki geta orðið hluti sömu stjórnsýslu.
Sífellt fleiri Bretar andsnúnir ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt fyrirsögninni eru Frakkland og Þýskaland semsagt ekki vestrænar þjóðir. Í greininni stendur: „Evrópusambandið er bandalag meginlandsþjóða." Er Bretland semsagt meginlandsþjóð? Svo má benda á að fyrir vestrænt eyþjóðafólk sem kann svolítið í landafræði eru Úkraína, Hvíta-Rússland og Rússland ekki „önnur heimsálfa".
Í greininni stendur einnig: „Vestrænu eyþjóðirnar og austrænu meginlandþjóðirnar eru tveir aðskildir heimar sem ekki geta orðið hluti sömu stjórnsýslu." Bretland er í Evrópusambandinu, þannig að þessir „tveir aðskildu heimar" ekki bara geta, heldur eru, hluti sömu stjórnsýslu.
Það er ekkert að því að gagnrýna Evrópusambandið, en er ekki betra að fara rétt með einfaldar staðreyndir?
Wilhelm Emilsson, 2.12.2013 kl. 00:45
Landafræði? Það er heldur ekkert að því að velta vöngum í skáldlegum þönkum,þar sem,gjörólíka þjóðir virka á menningu nefndra eyríkja sem annar heimur eða heimsálfa. Það sem við erum að fást við,er fullveldi okkar eyríkis. Þetta skilur hvert mannsbarn.
Helga Kristjánsdóttir, 2.12.2013 kl. 03:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.